Skírnir - 01.04.1990, Síða 38
32
RUSSELL POOLE
SKÍRNIR
voru á undanhaldi annars staðar í menningunni á þessum tíma með
framsókn kristninnar og með, eins og Engster hefur áréttað, ópersónu-
legri tengslum ráðamanna og undirsáta.
Það sem hér hefur verið rakið, einkum sú ábending að í þjóð-
félagsmyndaninni megi sjá sterka ekki-einstaka tilhneigingu, getur
hjálpað okkur til þess að gera grein fyrir sjálfu umfangi og hinni flóknu
byggingu kenningakerfisins í dróttkvæðum. Rétt má vera að hæfnin til
umorðunar af ætt kenninga nái langt aftur ef dæma skal af fornum
enskum, írskum, grískum og öðrum bókmenntum. En hinn gríðarlegi
vöxtur þessara allt að því frumstæðu kenninga virðist vera sérkenni
menningar víkingaaldarinnar og hafa komið upp fremur snögglega.
Þegar orðræðan er svo óvanaleg eru fræðimenn eðlilega hikandi við
að gera ráð fyrir hreinni innri þróun, og af því stafa margskonar get-
gátur um upprunann, þar á meðal írska tilgátan sem hefur margan
heillað en fáa sannfært.46 Á sama hátt hefur Aage Kabell í athyglisverðri
grein um frumþróun dróttkvæða, reynt að sýna að skjaldakvæðin hafi
upphaflega átt lítið skylt við skildi, heldur séu dæmi um að shamanískar
athafnir Lappa, sem fólu í sér trumbunotkun, hafi haft áhrif í Noregi.
Rök hans, sem byggjast reyndar á hæpnum textafræðilegum vitnisburði
úr Haustlöng og öðrum kvæðum, eru ekki sannfærandi. Meiru skiptir
þó að hafa í huga að skyndileg gróska kenningakerfisins og annarra
þátta dróttkvæðs skáldskapar eru ekki endilega bókmenntasagnfræð-
ingum til trafala. Svipaða þróun í lokuðu kerfi má skýra með stærð-
fræðilíkönum, einkum í katastrófukenningunni, sem beinist að mögu-
leikanum á því að reglubundnar orsakir valdi óreglubundnum afleið-
ingum.47
Niðurstaðan af rannsókninni sem gerð hefur verið í þessari ritgerð
er sú að véfengja hornkerlingarsessinn sem konungakvæðum drótt-
46 Sjá Gabriel Turville-Petre, „Um dróttkvæði og írskan kveðskap“, Skírnir,
128 (1954), 31-55 og dlvísanir þar; einnig aukna enska gerð greinarinnar í
Nine Norse Studies, Viking Society for Northern Research, Text Series, 5,
London: Viking Society, 1972, bls. 155-80.
47 Transformations: Mathematical Approaches to Cultural Change, útg. Colin
Renfrew og Kenneth L. Cooke, New York: Academic Press, 1979: sjá
einkum E. C. Zeeman, „A Geometrical Model of Ideologies", og Colin
Renfrew, „Systems Collapse as Social Transformation: Catastrophe and
Anastrophe in Early State Societies".