Skírnir - 01.04.1990, Page 40
KRISTÍN GEIRSDÓTTIR
Hugleiðing um fornsögur
i
í vorhefTI Skírnis 1988 er birt ritgerð eftir dr. Hermann Pálsson,
„Bækur æxlast af bókum“. Ritgerð þessi má raunar heita einn þáttur í
þeim áróðri, sem Hermann hefur lagt mikið kapp á nú um alllangt
skeið, þar sem leitast er við að sýna fram á og sanna að bókmenntir þær,
sem kallaðar hafa verið íslenskar fornbókmenntir, séu sumar hverjar
tæpast með öllu íslenskar að uppruna, svo mjög séu þær stældar eftir
latneskum fyrirmyndum, bæði að efnisatriðum, hugsun og gerð. Þetta
er svo reynt að skýra með fjölmörgum dæmum. Nú kemur auðvitað
engum til hugar annað en að öll þessi dæmi, sem tilfærð eru, séu hárrétt
meðfarin, en samt finnst mér ekki þar með öll sagan sögð. „Margur er
maðurinn öðrum líkur,“ segir í gömlu kvæði, og Tómas Guðmundsson
hélt að hjörtunum myndi svipa saman í „Súdan og Grímsnesinu".
Mikil og margþætt er sú saga, sem mennirnir hafa skapað á ferli sín-
um tfm ár og aldir. Þar veit enginn á öllu skil. En þrátt fyrir óendanlega
margbreytni og óteljandi tilbrigði, hugsa ég að ekki geti hjá því farið að
eitthvað hliðstæðir atburðir hafi komið fyrir aftur og aftur. „Sagan
endurtekur sig“ og „Ekkert er nýtt undir sólinni“. Ef til vill eru naum-
ast til þær bóklegar frásagnir, sem standa svo einar og sér að ekki mætti
einhversstaðar finna skyldleika eða líkindi með þeim og stöðum í
öðrum skræðum nær eða fjær. Á síðari árum hefur fjöldi fræðimanna
fengist við að leita uppi líkingar, sem fyrir kunna að koma í forn-
ritunum okkar og hefur þar af orðið mikill vefur. Og oft hefur mér
fundist sem fræðimennirnir legðu stórum meiri trúnað á sínar eigin
getgátur en þær gömlu heimildir, sem þó hafa verið fyrir hendi. En í
flokki þessara manna má ef til vill segja að Hermann Pálsson hafi
nokkra sérstöðu vegna þess hve hann fjallar mikið um það, sem hann
telur íslenska höfunda hafa þegið frá rómverskum fornbókmenntum og