Skírnir - 01.04.1990, Page 42
36
KRISTÍN GEIRSDÓTTIR
SKÍRNIR
í þjóðsögum, sem sýna vel trúna á mátt orðsins, „Mæli eg um og legg
eg á“, og margt, margt fleira. En dr. Hermann lýkur ritgerð sinni með
þessum orðum: „En útlend áhrif í Hrafnkelssögu eru svo margþætt og
margslungin að þau verða ekki numin burtu. Obbinn af þeim hug-
myndum, sem þar ráða gerðum manna og orðum á upptök sín í út-
lendum bókum og eru líf þeirra og sál.“
Eg hef að vísu lesið fleira eftir Hermann Pálsson en þessa grein, en
því fer ákaflega fjarri að ég hafi fylgst með öllu, sem hann hefur birt.
Sérstaklega athyglisverðar hafa mér þótt bækur hans um þrjár
Islendingasögur, sín bókin um hverja sögu, Sidfrœði Hrafnkelssögu,
Leyndardómar Laxdælu og Uppruni Njálu og hugmyndir. Allt er þetta
skemmtilegt aflestrar, en í hinum sama anda. Mest undrast ég þó hinar
mörgu og margvíslegu tilvitnanir, sem þar er að finna, einkanlega í
síðasttöldu bókinni. Þar virðist týnt til flest það sem fundist hefur í
bókum af hliðstæðum atvikum og svipuðu orðalagi því sem fyrir
kemur í Njálssögu. Og fjölbreytni þessara meintu fyrirmynda er
furðuleg. Þarna eru kvödd til, sjálf Biblían, hómilíubækur og allskonar
latnesk rit, aðrar íslendingasögur og þættir, Noregskonungasögur,
dæmisögur, m.a. dæmisögur Esóps. Allt þetta og margt fleira á Njálu-
höfundur að hafa orðið sér úti um til að „nota“ við gerð verksins. Aftur
á móti er jafnan gert fremur lítið úr því sem kynni að vera komið frá
munnlegum arfsögnum, - allt á að vera „þegið“ úr bókum. Og á einum
stað segir svo: „Einsætt er, að höfundur Njálu er of mikill listamaður
til að taka frásögnina og samtalið frá sjálfum sér, heldur hlýtur hann að
beita hér hugmyndum og orðtökum, sem eru frá öðrum þegin.“2
Já, ekki er nú frumleiknum fyrir að fara.
I áminnstri Skírnisgrein eru tekin dæmi úr ýmsum öðrum ritum en
Hrafnkelssögu og vitnað til nokkurra fræðimanna í því sambandi. Til
dæmis er svo að sjá að „bleikir akrar" Gunnars á Hlíðarenda teljist nú
vera sprottnir úr Alexanderssögu. Finnst mér þó að engan ætti að
undra, þó að í fleiri en einni sögu væri minnst á akra, og vonandi er að
„slegin túnin“ fái þó að vera íslensk áfram. Ekki get ég neitað því, að
Spesarþáttur minnir að nokkru á kafla í Tristramssögu, hvernig sem
það er til komið, ef til vill hefur þetta bragð ótrúrrar eiginkonu verið
2 Hermann Pálsson, Uppruni Njálu og hugmyndir (Menningarsjóður 1984),
bls. 11.