Skírnir - 01.04.1990, Page 45
SKÍRNIR
HUGLEIÐING UM FORNSÖGUR
39
í öndverðu var skráð á skinnbækurnar gömlu, sem eru hin rétta undir-
staða þessa efnis, svo langt sem þær ná.
„Frásagnir ykkar skulu teljast fals og lygi meðan þið sannið okkur
þær ekki.“ Þannig gerir þingeyskur bóndi fræðimönnunum upp orðin.5
Þeirri sönnunarskyldu mun víst seint verða fullnægt héðan af. En geta
þá nútímamenn rneð réttu sannað getgátur sínar, svo langt sem þá hefur
borið frá vettvangi í tíma, að þjóðfélagsgerð og hugsunarhætti?
Ég hef veitt því eftirtekt að furðu margvíslegar leiðir hafa verið
farnar við túlkun fornbókmenntanna og mætast þær flestar í einum
punkti, þeim að leitast með ýmsu móti við að sýna fram á haldleysi
þeirra sem heimilda. Islendingasaga, sem nær yfir þjóðveldistímabilið,
rituð af ágætum fræðimanni, Jóni heitnum Jóhannessyni, tekur engin
dæmi úr hinum eiginlegu Islendingasögum svo sem venja var um sams-
konar kennslubækur áður fyrr. Bókin er framúrskarandi skemmtileg
aflestrar, en þetta segir sína sögu.
Annar ágætur fræðimaður, sem einnig er látinn, Barði Guðmunds-
son birti fjölmargar ritgerðir, sem áttu að sanna að ýmislegt í ís-
lendingasögum væri raunverulega um menn og atburði á þrettándu öld.
Þetta væru eiginlega samtímasögur, ritaðar á einskonar dulmáli, þar sem
meðal annars eru valin áþekk nöfn með jafnmörgum bókstöfum á
söguhetjur í Islendingasögum og þeirra þrettándualdarmanna, sem
hverju sinni eru taldir fyrirmyndir þeirra. Með þessum hætti er m.a.
mikið fjallað um Ljósvetningasögu, og þó hvað mest um persónur og
atburði sjálfrar Njálu. Ekki gengur þetta nú alltaf upp og ákaflega finnst
mér ólíklegt að þarna hafi verið fundin einhver formúla fyrir gerð
sagnanna. Þó að ekki sé fyrir það að synja að höfundar þeirra eða ritarar
hafi orðið fyrir sterkum og margbreytilegum áhrifum frá hinum hrika-
legu tímum, sem þeir lifðu. En ég held að þau áhrif hafi fremur verið
óbein. Að minnsta kosti finnst mér nær óhugsandi að sagnameistarar
13. aldar hafi tekið upp á því að rita á þennan hátt um samtíðarmenn
sína, óvitandi um hvort nokkru sinni yrði ráðið í hvað þeir væru
eiginlega að fara. Enda hefur það dregist æði lengi að finna ráðningu á
þessum „lykilskáldsögum". Þá má nefna náttúrunafnakenninguna, sem
á sínum tíma var sett fram af miklum krafti og miklum lærdómi, og leit
5 Hlöðver Hlöðversson, Björgum, „Víknafjöll", Árbók Þingeyinga 1977, bls.
103.