Skírnir - 01.04.1990, Qupperneq 46
40
KRISTÍN GEIRSDÓTTIR
SKÍRNIR
í fyrstu út fyrir að henni væri allvel tekið af hinum lærðustu mönnum.
Ég trúi samt ekki öðru en að slík kenning hljóti að falla um sjálfa sig,
ef nokkurt réttlæti er til. Ég hef aldrei getað séð fyrir þessu nein rök,
hvað þá sannanir, hinsvegar er ég alltaf að finna fleira og fleira sem á
móti mælir. Það hefur áreiðanlega verið algengt bæði utanlands og
innan að kenna staði við mannanöfn, þó að náttúrunöfn séu algengari,
enda hefur enginn borið á móti því. Það eru að vísu næsta fá erlend
staðaheiti, sem ég veit deili á, en af þeim, sem ég hef til spurt, eru til-
tölulega mörg, sem einmitt eru dregin af mannanöfnum, og það
víðsvegar um heim og frá ýmsum tímum. Þetta sýnist líka svo innilega
eðlilegt og liggja beint fyrir. Og er ekki talsvert ólíklegt að Islendingar,
sem fram undir síðustu tíma hafa einkennst af frásagnahneigð og áhuga
fyrir persónusögu, hafi gagnstætt við aðra forðast eins og heitan eld að
kenna við nöfn þeirra manna, sem skópu þessa sögu, með landnámi eða
öðrum hætti. Einnig eru hér til mörg dæmi frá síðari tímum þar sem
vitað er með öruggri vissu um staði, sem hlotið hafa heiti, sem dregin
eru af mannanöfnum.
Margar fleiri leiðir en hér eru nefndar, hafa verið farnar til að sýna
fram á sagnfræðilegt fánýti íslensku fornritanna. Ég hef lengi vitað, og
þykist þó skilja öllu betur í seinni tíð, að frásagnirnar um landnám
Islands, hafa verið allmjög í brotum, þegar tekið var að færa þær í
letur, - brotasilfur, en ég hef aldrei efast um að það silfur væri hreint,
þ.e. að með þennan fróðleik hafi verið farið af einlægum fróðleiksáhuga
og ætíð leitast við að bjarga því sem bjargað varð. Islendingasögurnar
munu að nokkru leyti vera gerðar með ívafi skáldskapar, en Landnáma
og Islendingabók eru samdar sem fræðirit. Þar var um einstakt og
stórkostlegt efni að ræða, landnám nýs lands og stofnun þjóðríkis, sem
ekki hafði áður verið til í veröldinni.
í seinni tíð hafa menn mjög miklað fyrir sér ósamkvæmni og villur,
sem finnist í Landnámu, en hún geymdist heldur ekki heil til síðari
tíma, fjarri fer því. Frumgerð hennar er með öllu glötuð í sinni upp-
runalegu mynd og þær gerðir, sem síðar voru ritaðar, munu ekki heldur
óskertar. Ein þeirra er meira að segja talin að líkindum alveg horfin
nema kaflar, sem kunna að hafa verið felldir inn í aðrar uppskriftir.
Enginn getur nokkru sinni vitað nákvæmlega hvernig frumritið hefur
verið, eða hvenær það hefur orðið til.