Skírnir - 01.04.1990, Síða 48
42
KRISTÍN GEIRSDÓTTIR
SKÍRNIR
hefur oft dottið í hug, en varla þorað að minnast á, - að einhvern tíma
í firndinni kynni allra fyrsti vísir íslenskrar sögu að hafa verið skráður
með rúnum.
Nýlega las ég einnig ritgerð eftir dr. Jón Hnefil Aðalsteinsson, þar
sem m.a. má lesa þetta: „Landnámabók varð ekki til úr engu um 1100
eða svo. Ég geng út frá því hér að landnámsfróðleikur ýmiskonar hafi
orðið til þegar á tíundu öld og gengið munnlega uns skráning Land-
námu hófst. Hér hef ég einkum í huga sagnir af margvíslegu atferli
landnámsmanna sem frásagnarverðar þóttu en einnig fróðleik um
landamörk og eignarhald á jörðum“9.
Ollu þessu er ég innilega samþykk, auðvitað hefur Landnáma ekki
orðið til á einum degi, eða úr engu, og landnámsfróðleikur hefur orðið
til á tíundu öld. Og meira en það, - tíunda öldin hlýtur að hafa verið öld
hinnar réttu vitneskju um landnám á Islandi. Þá var fólk ekki nema
nýlega farið að búa um sig í hinum nýju heimkynnum, enda teljast
fyrstu áratugirnir til landnámsaldar. Því hljóta ýmsir hinna síðari
landnema að hafa lifað langt fram eftir tíundu öld, hvað þá börn þeirra.
Nú skal það tekið fram, að hér er miðað við hinn hefðbundna
„landnámstíma", sem fram að þessu mun að jafnaði hafa verið nefndur
landnámsöld, 874-930. Svo stendur skrifað í þeim kennslubókum í
íslandssögu, sem ég sá á mínum yngri árum. Þá var íslandssögu gert
eins hátt undir höfði og kostur var á, og sjálfsagt þótti að kenna börnum
hana sem sérstaka námsgrein. En hvað svo um þennan landnámstíma?
Það vill svo til að fyrri mörk þessa tímaskeiðs eru næstum því ákveðin
fyrirfram sökum þess að svokölluð víkingaöid er talin hefjast um eða
rétt fyrir 800 og það virðist ekki ósennilegt að Norðmenn hafi þurft
ríflega hálfa öld til að bæta skip sín og sækja í sig veðrið. Að standast
breytinguna frá því að sigla í mildu loftslagi um hálfgerð innhöf eins og
Norðursjó og Eystrasalt til þess að leggja á opið úthafið þar sem veður
voru mislynd og hörð og sjóar miklir og hættusamir. LJm síðari mörkin
má vera að sé meiri óvissa, ef menn vilja í engu treysta skráðum frá-
sögnum. En á það má benda að hafi það tekið lengri tíma en sextíu ár
eða svo að nema landið, þá hafa þeir atburðir færst sem því nemur nær
ritunartíma, og þar með aukast líkur á að þeir hafi ekki verið gleymdir,
9 Jón Hnefill Aðalsteinsson, „írsk kristni og norræn trú á íslandi á tíundu
ö\A“,Saga 1986, bls. 210.