Skírnir - 01.04.1990, Qupperneq 51
SKÍRNIR
HUGLEIÐING UM FORNSÓGUR
45
finna ýmis atriði sem líkjast ótrúlega mikið hugmyndum þeim, sem ég
var að reyna að vekja athygli á í grein, sem ég setti saman fyrir meira en
tugi ára, en þá vissi ég nær ekkert um að nokkuð hefði verið skrifað í
þá átt að gera ráð fyrir ritun hér á landi fyrir 1100.12
Ritgerð Einars Arnórssonar fjallar aðallega um notkun rúna, svo sem
nafn hennar bendir til, og telur höfundur að rúnaletur hljóti að hafa
verið talsvert haft um hönd. Er m.a. kveðið svo að orði: „Að sjálfsögðu
hafa íslenzkir kennimenn lært latínustafrof á 11. öld, og þekking á því
hefur síðan breiðzt nokkuð út, því að vafalítið hafa einhverir leikmenn
lært það af kennimönnum."13 Og það telur hann víst að tíundarlögin
hafi verið skráð, þegar þau voru upp tekin, „annaðhvort með rúnum
eða latínuletri“. Margt fleira hyggur Einar að kunni að hafa verið fært
í letur, þar á meðal ýmsar fleiri lagagreinar. Hann bendir á að þar sem
lögin hafi verið margbrotin og oft gerðar á þeim breytingar, þá sé næsta
líklegt, fyrst menn kunnu leturgerð, að sú kunnátta hafi verið höfð til
stuðnings við varðveislu þeirra, slær jafnvel fram þeirri tilgátu að
Ulfljótur hafi hjálpað minni sínu með því að festa ákvæði laganna að
einhverju leyti með rúnum. Einnig minnist prófessor Einar þess hver
ógrynni af ljóðum hafi geymst frá 10. og 11. öld til 12. og 13. aldar
manna, þó að margt hafi glatast. „Margt þessara ljóða er ákaflega torvelt
að muna. [. ..] Þeir [skáldin] þekktu rúnaletrið, flestir þeirra að lík-
indum, og því er ólíklegt, að þeir hafi ekki notað það meira eða minna
til þess að geyma ljóð sín þau sem þóttu þess verð. Áður er talað um
sögn Egilssögu um letrun Sonatorreks, sem er að minnsta kosti vottur
um hugmynd söguhöfundar um möguleikann á slíkri letrun."14
Og sjálf Eddukvæðin, sem greinarhöfundur telur að vísu að hafi ver-
ið langflest orkt áður en notkun latínuleturs hófst hér, og hinar miklu
ættartölur íslendingasagna og Sturlungu, telur hann vafalaust skráðar
eftir eldri heimildum og að stofninn í þeim muni vera mjög gamall. Og
þessu til viðbótar eru hér færð að því mjög skýr rök að vald-
stjórnarmenn, goðar og jafnvel hreppstjórar þeir, sem stóðu að mikils-
verðum gerningum og samningum, hafi gripið til þess ráðs að skrá
12Kristín Geirsdóttir, „Fáein alþýðleg orð“, Skírnir (1979), bls. 5-41.
13 Einar Arnórsson, „Notkun rúnaleturs á íslandi frá Landnámsöld og fram
á 12. öld“, bls. 363
14Sama rit, bls. 378-79