Skírnir - 01.04.1990, Side 52
46
KRISTÍN GEIRSDÓTTIR
SKÍRNIR
ýmislegt sér til minnis. Skilst mér að hann geri ráð fyrir að lengi vel hafi
verið notast við rúnir, en latínuletrið hafi smámsaman leyst þær af hólmi.
Mér fannst mikið til um þessa ritgerð, og finn sárt til þess að hafa
ekki þekkt hana fyrr. Það var svo einkennilegt að sjá koma þarna fram
hugmyndir, svona áþekkar þeim, sem ég hafði verið að gera mér ára-
tugum saman. Að vísu hafði ég aldrei hugsað mjög mikið um rúnir sér-
staklega, en það var aðalatriðið að þarna skyldi vera gengið út frá því
sem sjálfsögðu að á Islandi hefði sitthvað verið bókfært á 11. öld (ef
ekki fyrr, þar sem menn þekktu rúnaletrið). Satt að segja finnst mér
óhugsandi annað en að þó nokkuð hafi verið búið að rita áður en
Hafliði Másson lét fara að skrásetja lög árið 1118. En þá höfðu um ára-
bil staðið í landinu tveir biskupsstólar - annar í meira en hálfa öld - og
að líkindum verið starfandi þrír eða fjórir latínuskólar.
í sjálfu sér breytir það ekki staðreyndum hvaða skoðanir Einar
Arnórsson hefur haft á þessum málum, en\samt finnst mér allmikill
fengur að svo fróðlegri og skemmtilegri greinargerð.
Eins og ég hef áður vikið að, þá hef ég margoft verið furðu slegin
vegna þess hversu margar hugmyndir og kenningar sagnfræðinga eru
fjarstæðukenndar og að því er virðist byggðar á ýmiskonar hugarflugi.
Þetta stingur heldur en ekki í stúf við þá óskaplegu varfærni og tor-
tryggni, sem þeir alla tíð beita í allri umfjöllun og athugunum á fornum
heimildum. Undarleg er náttúrunafnakenningin og að minnsta kosti að
nokkru leyti kenningin um „lykilskáldsögurnar" með öllum sínum
felunöfnum og stafatalningum. Og svo allt talið um líkingar, sem mér
hefur stundum sýnst ganga úr hófi fram. A ég þar bæði við þær hinar
rómversku líkingar dr. Hermanns Pálssonar, og einnig margt annað lík-
ingatal, sem víða kemur fram. Það liggur við að ekki megi tveir menn,
nefndir hvor í sinni fornsögu, vera sagðir með sama háralit, nema að
talið sé víst að þarna hljóti að vera um meiri eða minni „áhrif“ að ræða.
Þetta og ýmislegt fleira er þannig lagað, að mér finnst undarlega erfitt
að samræma það því, sem í ungdæmi mínu var kallað heilbrigð skynsemi.
IV
Sennilega er það aðeins ímyndun mín, en komið hefur fyrir að í hug
minn hvarfli sú skrýtna tilkenning, að ekki sé ólíkt því sem fræði-