Skírnir - 01.04.1990, Síða 57
SKÍRNIR
51
HUGLEIÐING UM FORNSÖGUR
Arna athyglisverður, slíkt mikilmenni sem hann var, en misvitur gat
hann nú samt verið, því miður. Auk þess getur svo sem verið að
honum hafi tekist að finna einhverjar villur í þessum gömlu ættar-
tölum.
En því verður þó ekki neitað að Islendingar hafa jafnan haft mikinn
áhuga fyrir ættvísi, allt frá upphafi sinna vega og fram á þennan dag.
Nú, undir lok 20. aldar, eru haldin ættfræðinámskeið, sem sótt eru af
miklu kappi, að því að sagt er.
Ég tek heilshugar undir það sem dr. Jakob Benediktsson ritaði eitt
sinn: „... trúi ég því illa að höfðingjaættir hafi ekki vitað skil á for-
feðrum sínum í 5-6 ættliði, hafi ekki vitað hver var landnámsmaður
ættarinnar, né hvar hann bjó.“17 Slíkar sagnir hefðu vel getað varðveist
í tvær aldir svo að réttar væru í aðalatriðum.
Nýlega las ég grein eftir dr. Jón Jóhannesson, þann varfærna fræði-
mann, sem ekki vogaði að vitna til Islendingasagnanna í hinni afburða
skemmtilegu kennslubók sinni í Islandssögu. Greinin heitir „Sannfræði
og uppruni Landnámu“, og bjóst ég satt að segja ekki við að þarna væri
gert mikið úr sannfræðinni.18 Það reyndist nú samt svo, þegar til kom,
að mér fannst greinin hófsöm og rökföst og sanngjörn um flest. Auð-
vitað er höfundurinn mjög varfærinn, einnig hér, og m.a. er hann ekki
trúaður á að Landnámuritarar hafi í fyrstu getað haft fyrir sér ritað mál
svo miklu næmi, en útilokar það þó ekki með öllu. Og hann gerir ráð
fyrir ferðalögum um landið (enda er það deginum ljósara, að þeir sem
bókina sömdu hafi aflað sér óvenju víðtækrar þekkingar á staðháttum
landsins). Einnig gengur hann út frá ráðagerðum á Alþingi vegna land-
námaritunarinnar. Enn færir dr. Jón í orð það sem óskiljanlega sjaldan
hefur heyrst minnst á, þegar rætt er um þessa hluti, en það er ættfræði-
áhugi íslendinga og sú nauðsyn, semþeim vardþessum tíma að vita skil
á ættum sínum og það í allar áttir.
Erfðir, framfærsla og vígabætur náðu allt til fimmmenninga sam-
kvæmt lögum, og kirkjan bannaði hjúskap milli fimmmenninga og
krafðist leyfisgjalds fyrir hjúskap milli fjarskyldra manna allt að
sjömenningum.
17Jakob Benediktsson, „Markmið Landnámabókar“, Skírnir 1974, bls. 213.
18Jón Tóhannesson, „Sannfræði oe uppruni Landnámu", Saea II. bindi
(1954-1958), bls. 217-229.