Skírnir - 01.04.1990, Page 60
54
KRISTÍN GEIRSDÓTTIR
SKÍRNIR
Hinsvegar get ég aldrei nógsamlega dáðst að því hversu þessir
menntamenn okkar hafa verið fljótir að tileinka sér þau menn-
ingaráhrif, sem hingað bárust með kristninni, og hvað þeir virðast hafa
fylgst vel með því sem fram fór í umheiminum, einangraðir sem þeir
voru, á eyju langt norður í höfum, og ekki um nein sambönd að ræða
nema með hættusömum siglingum yfir breitt og úfið haf.
Dr. Sveinbjörn Rafnsson viðurkennir að vísu að einhverjir hafi orðið
fyrstir til að setjast að í landinu, en tekur fram að ekki sé einu sinni unnt
að telja það sennilegt að þeir séu taldir í Landnámabók. En nokkur bót
gæti þó fengist við því. Undir lok greinarinnar segir svo:
Hin sögulega gagnrýni á gamla landnámstímann leiðir til nýrra viðhorfa í
íslenskum sögurannsóknum á raunverulegri byggingu eða landnámi íslands
og íslenskum miðöldum yfirleitt. Hér skal að lokum drepið stuttlega á tvö
svið þar sem vænta má mikilla möguleika til að öðlast nýjan skilning og nýjar
niðurstöður.
Aukin söguleg gagnrýni mun ekki aðeins varpa nýju ljósi á gamla
landnámstímann sem úrelta söguskoðun, hún mun einnig varpa nýju ljósi á
hinar ýmsu fornsögur íslendinga. Ný samfélagsleg og efnahagsleg viðhorf
munu opna ný sjónarhorn og leiða til nýstárlegs árangurs. Samanburður við
þróunina á meginlandi Evrópu og leit að hugsanlegum tengslum og áhrifum
mun koma í kjölfar aukinnar gagnrýni. Raunverulegt landnám fslands, ekki
goðsögurnar um það, verður skoðað í víðu evrópsku samhengi sem hluti
hinnar evrópsku útþenslu á miðöldum.
Annað svið, þar sem útlitið er einnig bjart varðar þann stuðning sem
sögulegar rannsóknir á hinu raunverulega landnámi geta vænst af
fornleifafræði og náttúrufræðilegum aðferðum. Nútímaleg fornleifafræði og
niðurstöður náttúruvísinda munu án efa varpa nýju ljósi á fyrstu byggð
íslands og byggðasögu íslands yfirleitt.19
Og síðustu orð greinarinnar eru þessi:
í stað innhverfs goðsögulegs landnámstíma er með hjálp sögulegrar gagnrýni
og nýrra náttúruvísindalegra aðferða kominn tími til nýs gildismats evrópsks
tíma og evrópskra viðhorfa.20
Það er svo að skilja að þegar að fullu og öllu er búið að hafna hinum
gömlu landnámsfrásögnum, varpa þeim á glæ eins og hverju öðru
19 „Frá landnámstíma til nútíma“, bls. 326.
20Sama rit, bls. 326.