Skírnir - 01.04.1990, Page 61
SKÍRNIR
HUGLEIÐING UM FORNSÓGUR
55
fánýti, þá eigi að vera hægt að koma upp nýjum landnámsfróðleik,
miklu betri og öruggari hinum fyrri. Þar munu ekki fyrirfinnast
goðsögur, en öllu stýrt með sögulegri gagnrýni og nútímalegum
rannsóknum, sem að vísu geta eflaust verið mjög gagnlegar. En segja
mætti mér að þarna veitti ekki af að beita „lærðu hugarflugi".
Það vill svo til að nú, á líðandi stund, munu sumir vera nokkuð ugg-
andi um stöðu íslenskrar tungu og þjóðmenningar í þeim flaumi breyt-
inga og sviftinga, sem nú umlykur flesta hluti. Og það hvarflar að mér
hvort það muni vera heppilegt á slíkum örlagatímum, að þeir sem læíð-
astir eru í þessum fræðum og þeim mestum trúnaði bundnir, skuli birta
svona undarleg skrif um þær bókmenntir, sem þjóðin var lengi stoltust
af. Eg sé ekki betur en að umtöluð ritgerð dr. Sveinbjarnar Rafnssonar
sé einskonar aðför að okkar elstu sagnariturum þar sem hann dæmir
verk þeirra dauð og ómerk.
Ég þykist vita að við svona tali muni menntamenn eiga mörg svör, -
þetta sé löngu úrelt rómantík, óþörf tilfinningasemi og ég veit ekki
hvað, - ef til vill bara flónska og blindni, sem fylgir alþýðlegum
hugsunarhætti.
En svo bregðast krosstré sem önnur tré, og einhvernveginn er ég
smeyk um að ályktanir dr. Sveinbjarnar og fleira í svipaða átt, sé ekki
til þess fallið að glæða áhuga uppvaxandi kynslóðar Islands á
„þjóðararfinum". Og ekki er heldur líklegt að þetta styrki baráttuna
fyrir verndun séríslenskra menningarverðmæta í viðsjálum heimi.
Fyrsti hluti greinar þessarar er skrifaður haustið 1988, síðan bætt við
smámsaman með alllöngum hléum. - Lokið 12. sept. 1989.