Skírnir - 01.04.1990, Side 63
BERGSTEINN JÓNSSON
Spekingurinn með barnshjartað
Björn Gunnlaugsson yfirkennari
F. 25. septembermdnaðar 1788— D. 17. marsmánaðar 1876
BjÖRN Gunnlaugsson hefur löngum verið kallaður „spekingurinn
með barnshjartað“, og mun það runnið frá ummælum, sem sálmaskáld-
ið Helgi Hálfdánarson lét á sínum tíma falla í líkræðu. Víst er að enginn
samtímamaður Bjarnar, sem á hann minnist í varðveittum skrifum
dregur í efa að hann hafi verið góður maður, hjartahlýr og hógvær. En
greinilega hefur mörgum reynzt örðugt að átta sig á honum til fulls.
Sumum fannst hann fram úr hófi einfaldur, aðrir kölluðu hann ofvita,
af því að honum lá margt í augum uppi, sem fyrir flestum vafðist. Hann
hefur látið eftir sig verk, sem hér eftir eins og hingað til hljóta að veita
um hann ótvíræðar upplýsingar. En hann verður hvorki sakaður um
uppgerðar lítillæti né sjálfsupphafningu. Inn í hugskot hans verður
helzt skyggnzt með því að brjóta Njólu til mergjar. En ekki er við
dælan að eiga, þegar maður sem varla er nema miðlungi vel hagmæltur
kýs að orða lífsskoðanir sínar í rímuðum ferskeytlum, þó aldrei nema
þær séu 518 talsins eða 2072 ljóðlínur.
Sú var tíðin að Njóla var lesin og lærð af þakklátum lesendum, um
það vitna gleggst útgáfurnar þrjár, 1842, 1853 og 1884. Nú munu fáir
lengur kannast við Björn og enn færri hafa gluggað í Njólu.
Björn fæddist á Tannstöðum við Hrútafjörð, sonur hjónanna Gunn-
laugs Magnússonar áður bónda á Valdasteinsstöðum í Hrútafirði,
Strandasýslu, síðar Bergsstöðum á Vatnsnesi, og Ólafar Bjarnardóttur
frá Völlum á Vatnsnesi. Gunnlaugur fékkst mikið við smíðar og var
kallaður hugvitsmaður. Kunnasta afrek hans var einhvers konar
eilífðarvél, róðrarkarlar kölluðu sumir það. Frá þessu segir svo í
Arbókum Espólíns:
... sá madr var þá á Vatnsnesi í Húnavatns þíngi, er Gunnlaugr hét, ok í
frændsemi vid Bjarna prest Pétrson á Utskálum; hann var smidr mikill, ok