Skírnir - 01.04.1990, Blaðsíða 64
58
BERGSTEINN JÓNSSON
SKÍRNIR
fann uppá margt, ok lagdi jafnskjótt nidr aptr hvert um sik, var eitt skip, er
reri sér sjálft. Björn hét sonr hans, ok þótti mjök ómannblendinn og
annarlegr í æsku, en reyndist seinna at gáfu mikla hafdi til mælíngarfrædi ok
fleira
Um bernsku Bjarnar og uppvöxt á ýmsum bæjum í Vestur-Húnavatns-
sýslu, einkum á Vatnsnesi, er lítið vitað. Ævisöguhöfundar hans í
Andvara, sem ég hef fyrir satt að verið hafi Páll Melsteð sagnfræðingur
og Björn Jensson, dóttursonur gamla Bjarnar, segja þó að snemma
muni
gáfnalag hans hafa komið í ljós. Þannig er sagt, að einhverju sinni hvarf hann
og var þá kornungur. Var hans leitað og fannst í holti einu og var þar að bera
smásteina saman í hrúgu. Hann var spurður hvað hann væri að gjöra. „Ég er
að búa til fjall“, svaraði Björn. Oðru sinni var honum og öðrum smásveini
skipað að vaka um nótt í hvalfjöru. Nóttin leið, skurðarmenn vildu taka til
starfa, en komust eigi að þeirri hlið hvalsins, er niður sneri, og stóðu ráðþrota,
Björn kvaðst sjá ráð til að hreyfa hvalinn svo snúa mætti. Ráðið dugði og
Björn fékk eina vætt af spiki fyrir ráðið. Voru það að líkindum hans fyrstu
verðlaun.1 2
I þá daga og lengi fyrr og síðar var algengast að þeir piltar einir færu í
skóla, sem voru synir embættismanna eða annarra lærðra manna, eða
áttu efnað fólk að, sem staðið gat og standa vildi straum af náms-
kostnaði þeirra. Miðlungsbændur og þaðan af fátækari höfðu sjaldnast
tök á að kosta syni sína til náms. Auk þess brast þá oftast skilning á gildi
bóknáms, ef það leiddi ekki rakleitt til embættis. Helzt var að fátækir
piltar fengju færi á skólamenntun ef þeir voru fatlaðir eða svo illa fallnir
til erfiðisvinnu að orð var á gerandi. Eitt er víst: Foreldrar Bjarnar
Gunnlaugssonar voru snauðari en svo, að ætla mætti að þau fengju risið
undir skólagöngu sonar. En hér kann það að hafa farið saman að hann
hafi haft óvenjulega ríka hneigð til náms og þótt miður fallinn til al-
gengustu sveitastarfa.
Honum var komið til undirbúningsnáms hjá Gísla presti
Magnússyni á Tjörn á Vatnsnesi og síðar hjá Halldóri Ámundasyni
presti á Hjaltabakka, seinna á Melstað í Miðfirði. Mun einkum hinn
1 Jón Espólín: Islands Arbakr ísöguformi. XI. deild. Kaupmannahöfn 1854,
bls. 133.
2 Andvari IX. Reykjavík 1883, bls. 3-4. Undirskrift greinarinnar er P + B.