Skírnir - 01.04.1990, Page 71
SKÍRNIR
SPEKINGURINN MEÐ BARNSHJARTAÐ
65
norskum manni; sú teikning var stór, alveg mathematisk-perspectivisk, án
allrar listar og málarasmekks; hún var ekkert annað en architektur-mynd; ég
man vel eftir, að hann mældi allt út með stöng, áður en hann teiknaði, og
hafði þetta víst engin áhrif á mig; þar á móti kenndi hann mér á
vetrarkvöldum að þekkja ýmsar stjörnur, og það held ég sé það eina, sem ég
hef lært af honum, því öll hans kennsla var ónýt, hvort heldur var danska,
landafræði eða reikningur; hann var skapaður til að vera vísindamaður, en
ekki skólakennari. Hann var hinn gæfasti maður og gat þó vel gert að gamni
sínu; hann þéraði alla nema meðkennara sína; hann átti að hafa sagt við hund:
„Já, ég held ég fari nú ekki að þéra yður.“ Hann var undarlega nefmæltur, eins
og hálfholgóma; piltar báru mikla virðingu fyrir honum og gerðu sér ekki
dælt við hann, þó hann þætti undarlegur; það var honum allt fyrirgefið, því
menn vissu, hver hann var.7
Svo mörg eru þau orð, og þó raunar öllu fleiri, en hér verður skilizt við
þann málglaða og mislynda Alftnesing, Benedikt Gröndal Svein-
bjarnarson. Sjálfsagt skýrir hann satt og rétt frá kynnum sínum af Birni
Gunnlaugssyni, þó að tónninn sé hryssingslegur og fullur af hálf-
kæringi.
Til er mynd af Birni Gunnlaugssyni, sem Sigurður Guðmundsson
málari gerði af honum 1859, árið sem Björn varð 71 árs. Eftir henni hafa
aðrar myndir verið gerðar. Þeir sem hvort tveggja sáu, Björn og mynd
Sigurðar, eru á einu máli um að þar sé hann lifandi kominn. Annars er
honum svo lýst, að hann hafi verið hár vexti og þrekinn að því skapi,
beinastór, en ekki feitlaginn.
Helstu heimilda er getið neðanmáls, en auk þess ber að nefna rit Bjarna
Jónssonar frá Unnarholti: Islenzkir Hafnarstúdentar. Akureyri 1949. Þar er
greinin um Björn á bls. 155.
7 Benedikt Gröndal, Dœgradvöl. Reykjavík 1965, bls. 76-77.