Skírnir - 01.04.1990, Page 73
SKÍRNIR
L ANDMÆLIN GAR
67
hvað þá miðhálendið, enda var verkinu hraðað meir en góðu hófi
gegndi og vænlegt mátti þykja til farsæls árangurs.
En danska stjórnin hafði ekki hraðan á að birta niðurstöður
mælinganna. Heildarkortið var að vísu hengt upp í sölum konungs, en
annars var farið með kortin eins og ríkis- og hernaðarleyndarmál, og
þau grófust undir öðrum skjölum í skjalasafni hersins og komu ekki
upp úr dyngjunni fyrr en að tveim öldum liðnum einhvern tíma nálægt
1930. Af Islandskortinu var gerð fátækleg eftirmynd og birt með frá-
sögn Niels Horrebows um dvöl hans á íslandi, sem kom út 1752. Síðar
lét Rantzau stiftamtmaður gera nokkru stærri en þó mjög minnkaða
gerð Knoff-kortsins, sem prentuð var í Numberg 1761. Það varð síðan
undirstaða Islandskortanna í ferðabókum Eggerts og Bjarna og
Olaviusar, þar sem þó eru gerðar ýmsar lagfæringar, sem sennilega má
rekja flestar til Jóns Eiríkssonar. I rauninni má svo að orði kveða að
samsteypukort þeirra Magnúsar Arasonar og Knoffs væri í heila öld
undirstaða allra Islandskorta eða þar til Islandskort Björns Gunn-
laugssonar kom út 1848. Strandlínum landsins var að vísu nokkuð
breytt á kortum, sem áttu upphaf sitt að rekja til franskra leiðangurs-
manna, sem hér unnu að mælingum sumarið 1772 og strandmæling-
anna fyrri og síðari (1776-1777 og 1801-1818), en strax og víkur inn til
landsins er hinni fornu landskipun Knoffs-kortanna klastrað inn í hina
nýju umgerð eða strandlínur síðari gerða.
Eins og vænta mátti eftir viðtökum þeim sem dönsk stjórnvöld
sýndu árangri landmælinganna 1721-1734, létu þau sér hægt um
framhald þeirra og viðgang. Horrebow var að sönnu falið að gera
hnattstöðumælingar og slíkt hið sama Landsnefndinni fyrri 1770, en
lítið varð úr framkvæmdum. Kaupmenn kvörtuðu sáran yfir skorti á
siglingagögnum til íslandsferða. Þeir urðu að notast við hollensk sjó-
kort og Hollendingum voru bannaðar íslenskar hafnir. Ugglaust hefur
það verið kaupmönnum nokkur bagi að ekki voru til sæmileg sjókort
af ströndum landsins né innsiglingum á hafnir þess. Raunar var þeim
báðum Magnúsi Arasyni og Knoff boðið að annast slíkar mælingar, en
ekki verður séð að þeir hafi sinnt þeirri skipun eða að minnsta kosti sér
þess hvergi stað, enda vart hægt að hugsa til slíkra framkvæmda eftir
þeim búnaði og féföngum, sem þeim voru lögð til. Ekki er ólíklegt að
stjórninni hafi vaxið móður við það að Frakkar hófu sjómælingar við