Skírnir - 01.04.1990, Side 75
SKÍRNIR
LANDMÆLINGAR
69
enn talið vera í landinu. Ekki sáu stjórnvöld sér fært að verða við þessari
beiðni, tækin hafa sennilega verið týnd. Ekki er vitað, hvort Björn hefur
þá verið farinn að hugsa til landmælinga. Liðu svo nokkur ár að ekki
var frekara aðgert. Það var fyrst snemma árs 1829, að því er hreyft á
fundi í Bókmenntafélaginu, vafalaust að undirlagi Björns Gunnlaugs-
sonar, að félagið styrki hann til að undirbúa landkort af Islandi, og
snemma árs 1831 var ákveðið, að félagið hefðist handa um mælingu
landsins og skorað á stiftamtmann að útvega félaginu landmælingatæki
að gjöf eða láni og útvega eftirmyndir strandkortanna. Svo var ráð fyrir
gert, að hin fyrirhuguðu kort yrðu það nákvæm að ráðnar yrðu
vegalengdir og afstaða prestssetra, helstu bæja og verslunarstaða inn-
byrðis. Til að hrinda málinu af stað, var félaginu heimilað að leggja fram
60-100 rd. af tekjum sínum.
Rentukammerið brást vel við óskum félagsins og sendi tækin og
lofaði eftirmyndum strandkortanna að ári. Svo hafði verið gert ráð fyrir
strax í upphafi að strandkortin yrðu notuð svo langt sem þau næðu.
Björn hafði byrjað mælingar sumarið 1831 án þess að hafa strandkortin,
og mældi þá um sumarið Gullbringu- og Kjósarsýslur. Var svo
fyrirhugað í fyrstu að gerð væru sérkort af hverri sýslu fyrir sig.
Þegar kortin komu til Kaupmannahafnar voru þau afhent O. J.
Olsen, sem síðar varð yfirmaður landmælingadeildar hersins og talinn
var þá manna fróðastur um allt sem snerti landmælingar og kortagerð.
Stjórn Bókmenntafélagins fór þess á leit við rentukammerið, að það
veitti fjárstyrk til útgáfu kortanna og framhalds verksins, en fékk engar
undirtektir. Þrátt fyrir það hélt Björn verkinu áfram næstu fjögur árin
og skilaði því drjúgt áfram, þó að allt væri enn í óvissu um prentun og
augljóst að Bókmenntafélagið hefði ekki fjárráð til þess að gefa kortin
út og allar líkur til þess, að þau lentu í glatkistunni eins og raunin hafði
orðið á með helsti mörg hinna eldri korta. Tóku menn þá að leita
ódýrari leiða málinu til lausnar. Hans Jacob Scheel, sem lengi hafði
unnið að strandmælingunum, stakk upp á því að sér yrði falið verkið
og taldi hann sig geta leyst það af höndum með minni kostnaði.
Hugðist hann nota strandkortin sem undirstöðu, en þau náðu víða
lengra inn til landsins en prentgerðin og höfðu fleiri örnefni en þau. Við
þetta ætlaði hann að bæta upplýsingum úr dagbókum og öðrum
gögnum strandmælinganna. Taldi hann það nægja til þess að gera