Skírnir - 01.04.1990, Page 84
78
GUNNAR HARÐARSON
SKÍRNIR
Guðmundar Bergþórssonar (1657-1705) sem var fyrst prentaður árið
1785 (síðar 1845 og 1905); hið síðara er Tilraun um manninn eftir Alex-
ander Pope sem kom út í þýðingu Jóns Þorlákssonar á Bægisá (1744-
1819) árið 1798 (og aftur 1842-43), hvort tveggja hinn ágætasti skáld-
skapur.
Nú er líklega orðið tímabært að spyrja: Hvað er Njóla? Við þeirri
spurningu hefur Kristján Karlsson gefið stutt og laggott svar: „Njóla er
aðeins rímuð fræði og kenning“.6 Ef gerður er greinarmunur á þeim
skáldum sem hafa það að meginmarkmiði að binda fræðikenningu í
ljóð og hinum sem fræðikenningin er tilefni skáldskapar, þá fellur
Njóla vissulega í fyrri flokkinn. Oft hefur verið haft á orði hversu
stirðlega hún sé kveðin, þó ekki sé fyrir það að synja að góðar vísur séu
þar innan um og saman við.
Njóla er sem sé kvæði, náttúrufræðilegt, heimspekilegt og
guðfræðilegt að inntaki, 518 erindi undir ferskeyttum hætti, nema
erindi 457-464 sem eru í gagaraljóðum. (Ef menn vilja geta menn því
sungið það undir sama lagi og „Fljúga hvítu fiðrildin".) Á titilblaði
fyrstu útgáfu ritsins stendur: „Boðsrit til að hlusta á þá opinberu
yfirheyrslu í Bessastaða skóla þann 23-25 Maji 1842. Viðeyjar klaustri,
prentað á kostnað Bessastaðaskóla." Á næstu síðu má lesa: „Innihaldið.
1. Njóla, eður auðveld skoðun himinsins með þar af fljótandi
hugleiðíngum um hátign Guðs og alheims áformið, eða hans tilgáng
með heiminum, af Birni Gunnlaugssyni Adj. 2. Skólaskýrsla af herra
Jóni Jónssyni Lector Theol og R af D“ - en af henni skiptum við okkur
ekki hér. Titill kvæðisins merkir „Nótt“ og mun orðið sótt í Alvíssmál.
Þetta var eins og áður sagði fyrsta útgáfa ritsins. Svo fóru leikar að það
var tvisvar endurprentað, fyrra sinnið í Reykjavík 1853 og þá í endur-
skoðaðri mynd og seinna skiptið gaf Jón Árnason það út í mars 1884
og lét þess getið í formálsorðum að það virtist „að maklegleikum [...]
vera búið að ná hylli almenníngs hér á landi“.7
Njóla fjallar um Alheimsáformið: hún er „teleologia mundi“ eins og
6 Tilv. rit, bls. 21.
7 Njóla eða hugmynd um alheimsdformið, Reykjavík 1884, bls. III. - Allar
tilvitnanir í Njólu hér eru í þessa útgáfu.