Skírnir - 01.04.1990, Side 91
SKÍRNIR
NJÓLA OG ÍSLENSK HEIMSPEKI
85
Fyrstu viðbrögðin við Njólu á opinberum vettvangi mun þó líklega
að finna í Fjölni 1843, árið eftir að Njóla kom út, bæði í Bókafregn sem
þar er og í skopkvæðinu Bókasala, sem kynni að vera eftir Jónas
Hallgrímsson.11 Þar segir bóksalinn Markús meðal annars:
Markús.
Konferensráðsins kvæðabók
sem kostagrip eg með mjer tók,
Vinaspeígjil og Veðraspá,
Vikuoffur í kápu blá,
eg hefi Njólu og önnur rit,
sem eínkum skjerpa mannsins vit.
Nokkrir affólkinu.
Fögur bókafregn!
Aðrir.
Nemdi hann ekkji njóla?
Markús.
Hann spratt í sumar suður í skóla,
hann þolir bæði þurk og regn.
En það voru ekki bara Fjölnismenn sem svöruðu samsumars með
kvæði, heldur varð öðrum spekingi, Níelsi Jónssyni skálda, Njóla
mikið hitamál. Hann samdi heila bók út af Njólu, sem gekk manna í
milli í handritum og komst ekki á prent. Titillinn er svohljóðandi:
„Lítilfjörlegt athugarit áhrærandi þá víðfrægu fræðidrápu skólakennara
og Astronomii Hr. Bjarnar Gunnlaugssonar þá er Njóla heitir. Fyrst
kvæði er Næturfæla kallast, sýnir síðan Sendibréf höfundarins ætlað
Quæði hans til útskíringar. Síðast athugagreinir yfir hvað um sig.“12
Hann skrifaði ennfremur smápésa er kallaðist „Forlög og frívilji" og
fjallar um sama efni.13
Níels er langt frá því að vera hrifinn af skoðunum skólakennarans og
velkist ekki heldur í vafa um hvaðan innblástur hans hafi komið:
11 „Bókafregn", Fjölnir, 6. árgangur, 1843, bls. 73, liður 50; kvæðið Bókasala
er á bls. 75-76.
12Handrit í Landsbókasafni, ÍB 377, 8vo; afrit í Lbs 1851, 8vo.
13Handrit í Landsbókasafni, Lbs. 1026, 8vo.