Skírnir - 01.04.1990, Page 94
KARL SIGURBJORNSSON
Eyðimerkurfeðurnir
Gullkorn úr auðninni
Inngangur
SöGUR ÞÆR sem hér fara á eftir eru úr söfnum smásagna og spakyrða
frá 4. öld e.Kr. og eru kenndar við „Eyðimerkurfeðurna" svonefndu,
„Verba Seníorum“ eða „Apoþegmata patrum“. Frá fyrstu tíð og til
þessa dags hafa þær verið vinsælt les- og íhugunarefni kristnum mönn-
um. Vissulega eru höfuðpersónur þessara sagna og hugsunarháttur allur
æði framandi okkar samtíð og jafnvel fráhrindandi á stundum, en þó
eru þær lærdómsríkar og áleitnar. Þær bera ekki aðeins vitni um
lífshætti löngu liðinna tíma, heldur ýta þær líka með einfaldleika sínum
og kímni við okkur, sem höfum komið okkur svo dæmalaust vel fyrir
í tilverunni og álítum það æðsta mark og mið lífsins að forðast erfið-
leika og áhyggjur, viljum hafa það sem best og þægilegast á alla lund,
og setjum trú einna helst í samband við hughrif á hátíðum.
Hverjir voru þessir „Eyðimerkurfeður"?
Arið 285 settist Antoníus, egypskur bóndasonur á þrítugsaldri, að í
yfirgefnu virki, Píspír, í eyðimörk Egyptalands, og lokaði sig þar af til
að geta helgað sig bæn og íhugun. Aður hafði hann dvalist í hálfan ann-
an áratug í námunda við óþekktan einsetumann skammt frá fæðingar-
þorpi sínu og lært af honum. í Píspír var Antoníus innilokaður í
tuttugu ár, og hafði lítið samneyti við aðra menn. En fréttir af honum
bárust út og brátt fóru fleiri að setjast að í nágrenni við virkið og leitast
við að líkja eftir líferni hans, meinlætum og bænaiðkun. Svo var það
einn góðan veðurdag að Antoníus gekk út úr virkinu og tók að kenna
og prédika, veita margvíslega ráðgjöf og sálgæslu, og reyna að koma
skipulagi á þetta samfélag einsetumanna í auðninni. Hér er upphaf
kristins klaustralifnaðar, hreyfingar sem átti eftir að hafa gífurleg áhrif
um aldir. Eftir fimm ára þjónustu í Píspír dró Antoníus sig aftur í hlé
og settist að í afskekktri vin við Rauðahafið og þar dvaldi hann síðan