Skírnir - 01.04.1990, Qupperneq 95
SKÍRNIR
EYÐIMERKURFEÐURNIR
89
til dauðadags árið 356, en þá var hann 105 ára. Skömmu eftir dauða
hans kom út „Ævi Antoníusar", sem hafði mikil áhrif í kristninni og
varð fyrirmynd helgra manna æva.
I smásögum þeim sem hér koma fyrir sjónir kynnumst við
Antoníusi og ýmsum öðrum þeim er leituðu athvarfs í einsemd auðnar-
innar, fjarri ysi og glysi, önnum og ærustu heimsins. Þeir sneru baki við
heiminum, höfnuðu þeim gildum og því verðmætamati sem ríkir í
heimi forgengileikans, afsöluðu sér gæðum lífsins og lystisemdum. Þó
létu þeir heiminum í té ómetanlegan arf og dýran. Líf þeirra var líf í
einveru, en þeir lögðu áherslu á iðni og vinnusemi, því hver og einn
varð að vinna fyrir ítrustu nauðþurftum sínum, en ekki meiru. Þeir
lögðu áherslu á fátækt og föstur til þess að geta verið frjálsir og óháðir
í bæn sinni og samfélagi við Guð. Þeir höfðu sagt skilið heiminn, en
ekki mennina. Kærleikurinn, kærleiksþjónustan við náungann var æðst
allra boðorða, sem og gestrisni.
Eyðimörkin var þeim ekki aðeins staður kyrrðar og einveru. Eyði-
mörkin hefur alltaf verið áleitin í trúarheimi Biblíunnar. Hún er að
mörgu leyti tákn óskapnaðarins, kaos, staðurinn þar sem eyðingaröflin
leika lausum hala og þar sem maðurinn er ofurseldur óbiíðum náttúru-
öflum. Eyðimörkin var tákn baráttu góðs og ills, sköpunar og óskapn-
aðar, Guðs og óvinarins. Eyðimörkin var bústaður demóna, en hún var
líka hæli flóttamanna. Þar leitaði Elía spámaður athvarfs, og þar hafðist
Jóhannes skírari við. Við upphaf starfs síns dvaldi Jesús í fjörutíu daga
í eyðimörkinni og fastaði og glímdi við valkosti köllunar sinnar, eins og
freistingarsagan í Matt. 4 greinir frá. I eyðimörkinni áttu menn þannig
í senn hæli og voru í fremstu víglínu baráttunnar. Oft líkja eyðimerkur-
feðurnir auðninni við eldsofninn í Babýlon, sem sagt er frá í Daníels-
bók, þar sem þeir eru í mitt í eldhafinu, en þó með Krist við hlið sér.
Frá fyrstu tíð höfðu kristnir menn leitað athvarfs í eyðimörkum
Palestínu, og komið þangað hvaðanæva. Annar staður sem hafði mikið
aðdráttarafl var fjallið Síon. Þar er enn Klaustur heilagrar Katrínar og
hefur staðið frá frumkristni. En Antoníus hleypti af stað bylgju. Á
fáum árum risu upp samfélög einsetumanna í Nítríu og Sketis í Norð-
vestur Egyptalandi, víðsvegar við ósa Nílar, og sunnar í landinu, sér-
staklega í Þebaíshéraði. Þar setti Pachomíos á stofn fyrsta eiginlega
kristna klaustrið.