Skírnir - 01.04.1990, Page 97
SKÍRNIR
EYÐIMERKURFEÐURNIR
91
formúlur og lausnir er þarna að finna. En samnefnari frásagnanna er
augljós: trú sem er iðkun í auðmýkt, kærleika og hógværð, sjálfsaf-
neitun, undravert umburðarlyndi og raunsæi á mannlegt eðli og
stöðuga baráttu mannsins við sjálfan sig. Þar fer saman næmi á mann-
lega þjáningu og kímni. Þegar allt kemur til alls er þetta speki af sömu
rót og við finnum í lífsspeki gamalla íslenskra húsganga og orðskviða
og í Passíusálmunum. Kristin lífsviska, meitluð og mótuð af reynslu
kynslóðanna, skírð í eldi þjáninga og vissu um návist lifanda Guðs.
Eftirfarandi þýðingar eru úr ensku úr:
„Sayings of the Desert Fathers,“ þýð. Benedicta Ward.
Mowbrays, London 1975.
„The Wisdom of the Desert“ , þýð. Thomas Merton, New
Directions , New York 1970.
1
Abba Antoníus fékk dag nokkurn bréf frá Konstantínusi keisara, sem
bauð honum að koma og hitta sig í Konstantinópel. Antoníus var í vafa
um það hvað hann ætti að gera, og spurði lærisvein sinn: „Á ég að
fara?“ Lærisveinninn svaraði: „Ef þú ferð muntu kallast Antoníus, en
farir þú hvergi þá kallast þú Abba Antoníus."
2
Abba Antoníus sagði: „Sú kemur tíð að menn verða vitlausir og ef þeir
sjá einhvern þann sem ekki er vitlaus, þá munu þeir snúa sér að honum
og segja: „Þú ert vitlaus!" af því að hann er ekki eins og þeir.“
3
Amma Theódóra sagði: „Hvorki er það meinlæti, vökur né nokkur
einvera sem getur frelsað, heldur auðmýktin ein. Einsetumaður sem
hafði rekið út illa anda spurði andana: „Hvað er það sem rekur ykkur
út? Er það fasta?“ Þeir svöruðu: „Við etum hvorki né drekkum." „Eru
það vökur?" „Við sofum aldrei," svöruðu þeir þá. „Er það einveran?"
spurði hann. „Við búum einmitt í auðninni," svöruðu þeir þá. „Hvað
er það þá?“ Þeir svöruðu: „Ekkert getur sigrað okkur nema
auðmýktin." Sjáðu nú: Auðmýktin yfirbugar alla illa anda.“