Skírnir - 01.04.1990, Page 105
STEFÁN ÓLAFSSON
Vinnan og menningin
Um áhrif lífsskoðunar á vinnuna
ÓHÆTTER að segja að vinnan sé miðlæg í menningu flestra nútímalegra
þjóðfélaga. Vinnusemi og dugnaður eru þar almennt talin vera æskilegir
eiginleikar, ekki einungis af efnahagslegri nauðsyn, heldur einnig af
félagslegum, siðferðilegum og sálrænum ástæðum. Vinnan er forsenda
verðmætasköpunar og framfara, kenndi Adam Smith. Menn móta
umhverfi sitt með vinnu sinni og þar með móta þeir sjálfa sig, kenndi
Karl Marx. Þýðing vinnunnar og skilningur mannsins á henni hefur
hins vegar ekki alltaf verið á einn veg. Viðhorf til vinnu sem voru mun
neikvæðari en nútímaleg viðhorf Vesturlandabúa voru ráðandi til lengri
eða skemmri tíma fyrr á öldum, og slík viðhorf einkenna nú mörg
þjóðfélög þriðja heimsins (Asíu, Afríku og Suður-Ameríku). Meðal
hinna nútímalegu þjóða er einnig nokkur munur á vinnuviðhorfum.
Viðhorf manna til vinnunnar getur haft mikla þýðingu fyrir mann-
lífið almennt og fyrir verðmætasköpun og framfarir í þjóðfélaginu.
Andleg menning þjóðar hefur áhrif á það hvernig hún hagar lífi sínu.
Menningin getur staðið í vegi fyrir efnalegum framförum og hún getur
verið áhrifaríkasta uppspretta framfara, allt eftir því hvernig hún er og
hvernig viðhorf til vinnunnar hún ræktar. Menningin getur stuðlað að
því að gera vinnuna að skapandi athöfn og hún getur réttlætt kúgun og
strit, allt eftir því hvernig hún er. Menningin skiptir því miklu um það
hvernig menn nýta sér umhverfi sitt og aðstæður.1
Þróttmikil vinnumenning hefur, til dæmis, verið þýðingarmikill
þáttur framfara hjá þeim þjóðum sem nú búa við bestu lífskjörin.
Dæmin eru mörg, en hér nægir að nefna Svisslendinga, Bandaríkjamenn
1 Með menningu er hér átt við ríkjandi lífsskoðun, viðhorf og siði í þjóð-
félaginu, þ.e. andlega menningu, en ekki efnalega þætti menningar, svo sem
tækni og búnað ýmis konar.