Skírnir - 01.04.1990, Page 108
102
STEFÁN ÓLAFSSON
SKÍRNIR
til vinnunnar. Rómverjar voru að sjálfsögðu miklir framtaksmenn, en
einkum sem stjórnendur og hermenn. Þrælahald var enn víðtækara hjá
þeim en Grikkjum og stéttskipting vinnunnar sveigðist því í svip-
aðan farveg og hjá Grikkjum. Rómverska neysluþjóðfélagið
bauð upp á flest þau lífsgæði sem samtíminn gat státað af, en það var
ekki vegna þess að Rómverjar hafi sjálfir framleitt allt sem þeir þurftu
til síns viðurværis. Vöruhúsin í Róm voru að stórum hluta fyllt með
varningi frá nýlendunum þar sem fólk í ánauð stundaði framleiðslu-
störfin.4
Eiginkonur efnaðra Rómverja stunduðu engin venjuleg störf, hvorki
innan né utan heimilis, og efnamennirnir sjálfir vörðu tíma sínum í
göfugri viðfangsefni en hagnýt störf. Þeir rómversku karlar sem þurftu
að vinna bjuggu hins vegar við tiltölulega fastmótaðar reglur um vinnu-
tíma, eins konar forvera nútímalegrar vinnulöggjafar og kjarasamninga.
Reglur þessar voru settar fyrir sérhverja atvinnugrein og skyldu gilda
fyrir meðlimi hennar. Samkvæmt reglunum var í venjulegum tilvikum
óheimilt að vinna meira en 8 stundir á dag yfir vetrarmánuðina. Italski
sagnfræðingurinn Carcopino telur að þegar komið var fram á aðra öld
eftir Kristsburð hafi Rómverjar náð því að stytta hinn venjulega vinnu-
tíma enn frekar fyrir verkamenn sína, eða í sex stundir á dag að sumri
og sjö stundir að vetri.5 Við þetta er því að bæta, að samkvæmt tímatali
Rómverja var klukkustundin að vetri um 45 mínútur samkvæmt okkar
tímatali og að sumri var klukkustundin um 75 mínútur. Þetta þýðir að
vinnudagurinn hjá Rómverjum hefur á þessum tíma verið um 7 stundir
á sumrin og tæplega sex stundir á vetrum. Auk þess bjuggu þeir að
hluta við „sveigjanlegan vinnutíma" og gátu tekið sér frístundir í eftir-
miðdaginn. Hin fastbundna 40 stunda vinnuvika nútímamannsins hefði
sennilega mælst illa fyrir hjá frjálsum rómverskum verkamönnum, enda
var gildi vinnunnar ekki í hávegum haft í menningu þeirra. Rómverjar
leituðu hamingjunnar frekar í iðjuleysi og leikjum en í dygðugri
ástundun vinnunnar.6
Margar rannsóknir mannfræðinga á frumstæðum þjóðfélögum sýna,
4 Jérome Carcopino, Daily Life in Ancient Rome (Harmondsworth:
Penguin, 1956), bls. 193-205.
5 Sama rit, bls. 204-205.
6 Sama rit, bls. 88.