Skírnir - 01.04.1990, Page 110
104
STEFÁN ÓLAFSSON
SKÍRNIR
þetta hlutu Adam og Eva og afkomendur þeirra að strita í sveita síns
andlitis við öflun lífsviðurværis. Ekki er úr vegi að minnast einnig á
frásögn sköpunarsögunnar af erfiði Guðs við sköpun heimsins. Þar
segir að á sjöunda degi hafi hann verið orðinn þreyttur og því hvílst
þann daginn. Frásögninni fylgdi sá boðskapur að hvíldardaginn skyldi
halda heilagan og var þar með komin til sögunnar ein fyrsta reglan um
takmörkun vinnutíma.
Þótt kristnin hafi í upphafi litið vinnuna hornauga er síðan smám
saman farið að leggja áherslu á vinnu sem siðferðilega skyldu við mark-
mið Guðs. Vinnan er þá talin vera dygð er gæti stuðlað að frelsun
einstaklingsins, en viðhorf kristninnar til viðskipta og neyslu voru enn
afar neikvæð. Það var ekki fyrr en með siðaskiptunum, og þá einkum
fyrir áhrif Lúthers og Kalvíns, sem hin nýrri vinnuviðhorf tengdust
jákvæðum viðhorfum til viðskipta og veraldlegrar starfsemi. Thomas
Aquinas (1224-1274), kaþólskur guðfræðingur og heimspekingur, er
sá kenningasmiður sem hafði einna mest áhrif á viðhorf og heims-
mynd kristninnar á miðöldum. Hann sótti efnivið í rit Aristótelesar um
skipan mannheimsins, meðal annars hugmyndir um stéttskiptingu
manna og starfa. Staða manna í þjóðfélagsstiganum fól í sér skil-
greiningu á verðleikum þeirra og hvaða verklegu viðfangsefnum þeim
hæfði að sinna. Þeir sem voru í lægri þrepum þjóðfélagsstigans bar að
veita þeim ofar settu þjónustu og hollustu, og þeim ofar settu bar að
stjórna undirsátunum. Efst í stiganum voru störf þeirra sem stóðu næst
hinni guðdómlegu forsjón, prestar og guðfræðingar, en neðst voru
óvirðulegustu framleiðslu- og þjónustustörfin. Hverjum og einum
bar að sinna sínu hlutverki í þágu heildarinnar og þar með í þágu
Guðs.9
Einn liður í þessari heimsmynd miðalda er það sem kalla má for-
sjárhyggja æðri stétta gagnvart lægri stéttum þjóðfélagsins. Yfirleitt var
mönnuð skipað í stétt til lífstíðar og stéttarstaða gekk oftast frá föður
til sonar. Þjóðfélagið var í þeim skilningi lokað samanborið við þjóð-
félagsskipan seinni tíma. Forsjárhyggjan skilgreindi hvernig tengslum
skyldi háttað milli stétta og segir hún mikið um algenga lífsskoðun
miðalda, eins og sjá má í eftirfarandi lýsingu Johns Stuarts Mill á þeirri
9 A. Tilgher, Work: What It Has Meant To Men Through The Ages
(London: Harrap, 1931) og P. D. Anthony, framangreint rit, bls 28-38.