Skírnir - 01.04.1990, Side 114
108
STEFÁN ÓLAFSSON
SKÍRNIR
er um það markmið að fullnægja efnalegum þörfum og safna eignum.
I þjóðfélögum fyrri tíma voru alltaf til menn sem ásældust efnaleg gæði,
en Weber sagði þá yfirleitt hafa leitað þeirra með gripdeildum, vald-
beitingu, braski eða ævintýramennsku. Asókn í gróða og ríkidæmi er
því í sjálfu sér ekki nýtt fyrirbæri, en það sem er nýtt í kapítalismanum
er að þjóðfélagið allt er skipulagt með hliðsjón af þessu markmiði. Beitt
er kerfisbundnum vinnuaga, hagsýni og kaldri reiknilist í viðskiptum
til að ná þessum markmiðum. Markmiðið er auk þess ekki aðeins að ná
sem mestum efnalegum gæðum til að njóta þeirra í neyslu og lysti-
semdum, heldur að safna auði og eignum án nokkurra hefðbundinna
takmarkana. Framleiðslan og söfnun eigna hafa þannig orðið að
markmiði í sjálfu sér í skipulagi markaðsþjóðfélagsins. Athafnir manna
og afurðir þeirra verða því í æ ríkara mæli lagðar á vogaskálar mark-
aðarins og auðhyggjunnar.
Hið gamla viðhorf til vinnunnar féll ekki að þessum einkennum
kapítalismans, eða markaðsþjóðfélagsins. Gamla vinnuviðhorfið fól í
sér, eins og áður er fram komið, að menn skyldu aðeins vinna jafn
mikið og þyrfti til að fullnægja hefðbundnum þörfum sínum. Vinna
umfram það var hvorki talin nauðsynleg né eftirsóknarverð, enda var
litið svo á að menn væru fullsæmdir af því að fylgja hefðbundnum lífs-
háttum. Ef tækninýjung sem gerði kleift að fullnægja hefðbundnum
þörfum á skemmri tíma kæmi fram hjá fólki með slík vinnuviðhorf, þá
myndi hún ekki leiða til aukinnar framleiðslu heldur til lengri frítíma.
Áhrifin yrðu þau sömu ef kaup hækkaði. Þá yrði einfaldlega unnið
minna. En hvaðan taldi Weber þá að mönnum kæmi hin nýja áhersla
á hagsýni og taumlausa söfnun efnalegra gæða?
Weber benti á, að maðurinn hefði jafnan sótt til trúarbragðanna þá
merkingu sem líf hans er gætt. Þar hafi hann fengið skýringar á þeim
heimi er hann lifir í, hlutverki sínu í honum og þeim markmiðum og
siðaboðum er honum bæri að virða. Trúarbrögðin lögðu mönnum
þannig línurnar um hvernig þeir skyldu lifa lífinu.15 Það var því
valdakerfum í stjórnmálum, lýðræði jafnt sem einræði. Meginþátturinn í
þjóðfélagsskipan kapítalismans, bæði í skilningi Marx og Webers, er hins
vegar einhvers konar markaðsskipan efnahagsmála, og er því ekki úr vegi
að kalla kapítalisma markaðsþjóðfélag á íslensku.