Skírnir - 01.04.1990, Síða 115
SKÍRNIR
VINNAN OG MENNINGIN
109
rökrétt hjá Weber að leita uppsprettu hinna nýju viðhorfa í trúar-
brögðunum.
I leit sinni að hinum nýju viðhorfum staðnæmdist Weber við sið-
fræði mótmælendatrúarmanna í Evrópu. Tilgáta hans var sú, að ýmsar
kennisetningar kristninnar, sem náðu að skjóta rótum í kjölfar siða-
skipta Lúthers og Kalvíns, hafi skapað hvata fyrir ákveðnar tegundir af
mannlegu atferli sem greiddu fyrir þróun markaðsþjóðfélagsins. Weber
sýnir þannig fram á, að ákveðin samsvörun sé milli lífsskoðunar mót-
mælendatrúar og þeirra efnalegu og hagsýnu viðhorfa sem markaðs-
þjóðfélagið byggir á. í kennisetningum Kalvíns var þessi samsvörun
einna skýrust, að mati Webers.
Það eru einkum fimm atriði í boðskap Kalvíns sem máli skipta í
þessu sambandi. I fyrsta lagi kenndi hann að Guð væri almáttugur og
yfirnáttúrulegur skapari og stjórnandi heimsins, en vegir hans væru
hins vegar órannsakanlegir og manninum óskiljanlegir. I öðru lagi
kenndi Kalvín að Guð hefði skipt mönnum í tvær fylkingar áður en
þeir fæddust, þá sem hlytu eilífa náð og hina sem væru dæmdir til vistar
í neðra. Mennirnir gætu ekkert gert til að breyta þessari náðarút-
valningu. I þriðja lagi kenndi Kalvín að Guð hefði skapað heiminn
sjálfum sér til dýrðar. I fjórða lagi var lögð sú skylda á herðar mannsins
að vinna Guði til dýrðar. Loks, í fimmta lagi, kenndi hann að menn
skyldu lifa meinlætalifnaði. Veraldlegir hlutir, mannlegt eðli og lysti-
semdir holdsins tilheyri syndinni og dauðanum, og náð geti manninum
aðeins hlotnast fyrir guðdómlega forsjón. Sum þessara atriða var að
finna í öðrum trúarhreyfingum, en samsetning þeirra allra í mót-
mælendatrúnni var einstök, að mati Webers.
Náðarútvalningin og sú kenning að mennirnir gætu aldrei verið
vissir um hvort þeir hefðu hlotið eilífa náð, ásamt því að engu væri hægt
að breyta þar um, lagði miklar andlegar byrðar á einstaklinginn. Eink-
um var óvissan um eigin örlög þungbær. Ekki hjálpaði það kalvíns-
15 Síðan tóku sjónarmið raunhyggju, vísinda og jafnvel stjórnmála við þessum
hlutverkum af trúarbrögðunum. Hvort það felur í sér að kalla beri vísindi
og stjórnmál trúarbrögð nútímans skal látið liggja milli hluta, en sumir hafa
fært rök fyrir því. Sjá t.d. A. Maclntyre, Marxism and Christianity
(Harmondsworth: Penguin,1968), og J. Habermas, „Science and
technology as ideology", í Habermas, Towards a Rational Society, þýðandi
Jeremy J. Shapiro (London: Heinemann, 1971).