Skírnir - 01.04.1990, Blaðsíða 117
SKÍRNIR
VINNAN OG MENNINGIN
111
síst fyrir þá sök að púritanisminn fordæmdi dugleysi og óforsjálni.
Boðskapur Kalvíns var því líklegur til að grafa undan sjálfsvirðingu
fátæklinga en jafnframt hvetja þá til dugnaðar, til að freista þess að hefja
sig upp úr fátæktinni. Þegar ekki var um neinar leiðir til bjargálna að
ræða má ætla að byrði fátæktarinnar hafi orðið fátæklingum þung-
bærari eftir því sem áhrif kalvínismans voru meiri, því þá lagðist
fordæming ritningarinnar við erfiði lífsbaráttunnar.
Ur þessari kenningu Webers er síðan stutt skref yfir í hagnýta upp-
eldisfræði talsmanna markaðsskipulagsins og einstaklingshyggjunnar,
eins og Benjamíns Franklín, Samuels Smiles og Horatios Alger.18 Þess-
um spekingum hins veraldlega lífs var sameiginlegt að boða dygðir
efna- og auðhyggjunnar: vinnusemi, dugnað, sparsemi, og sjálfsbjörg
einstaklingsins. Æðsta boðorð einstaklingshyggjunnar sem þeir
boðuðu var, að sérhver væri sinnar gæfu smiður í jarðlífinu. I höndum
skáldsagnahöfundarins Horatios Alger varð úr þessu boðorði efni-
viðurinn í hugmyndina um ameríska drauminn, þar sem boðað er að
sérhver geti unnið sig frá fátækt til bjargálna, hinn aumasti fátæklingur
geti risið til æðstu metorða í þjóðfélaginu með dugnaði og dygðugu
líferni. Samuel Smiles varaði sérstaklega við forsjárhyggju og opinberri
aðstoð við einstaklingana. Slík forsjá myndi einungis draga úr þeim
hvata sem einstaklingurinn ella hefði til að bjarga sér sjálfur. Tryggvi
Gunnarsson lét ásamt öðrum gefa út skrif hans á Islandi á efri hluta
síðustu aldar, til dæmis bókina Hjálpabu þér sjálfurH
Kenning Webers hefur leitt til frjórrar og áhrifamikillar umræðu um
söguskýringar meðal fræðimanna. Margir hafa litið svo á, að Weber hafi
hugsað sér kenningu sína sem afneitun sögulegrar efnishyggju hjá
Marx, þ.e. þeirrar skýringar að félagsleg, pólitísk og önnur viðhorf
mannanna réðust af efnalegum aðstæðum þeirra og þeirri stéttskiptingu
sem rís af mismunandi afstöðu manna til framleiðslutækjanna í þjóð-
félaginu. Sú kenning myndi segja að vinnuviðhorf mótmælenda og
auðhyggjan hefðu sprottið fram sem aðlögun að nýjum aðstæðum í
efnahagslífinu á seinni hluta miðalda í Evrópu. Nýju viðhorfin væru
ekki forverar, og enn síður orsakir, þessara nýju efnahagslegu aðstæðna.
Nú er ríkjandi túlkun á kenningum Webers sú, að það hafi ekki verið
1SP. D. Anthony, The Ideology ofWork, kafli 4.
19Sigurður Líndal, framangreint rit, bls. 34.