Skírnir - 01.04.1990, Síða 118
112
STEFÁN ÓLAFSSON
SKÍRNIR
markmið Webers að stefna fram annarri einhliða kenningu eins og
Marx gerði, heldur hafi hann fyrst og fremst viljað sýna fram á gildi
lífsskoðunar og viðhorfa í mótun mannlegs atferlis og þjóðfélags-
skipanar, án þess að afneita alfarið áhrifum efnahagslegra skilyrða.20
Eitt af því sem Weber nefndi til frekari stuðnings við kenningu sína
var, að á svæðum þar sem saman byggju menn af ólíkum trúarflokkum
væri áberandi hve hlutur mótmælendatrúarmanna væri mikill meðal
efnamanna og áhrifamanna í þjóðmálum. Þá varð honum tíðrætt um
fordæmi og boðskap athafnamannsins Benjamíns Franklín, en rit hans
voru mikið lesin á þessum tíma. Þótt Weber gerði í sjálfu sér ekki mikið
úr þessu í málflutningi sínum kann þetta vel að hafa verið rétt hjá hon-
um. Það leysir hins vegar ekki stóru spurninguna um hvort viðhorfin
móti aðstæðurnar eða hvort aðstæðurnar móti viðhorfin. Sú mikla gáta
stendur áfram óleyst, líkt og spurningin um hvort hafi komið á undan,
hænan eða eggið. Gildi kenningar Webers er engu að síður mikið.
Það kann samt vel að vera, að sú snjalla samsvörun sem Weber dreg-
ur upp milli nýju viðhorfanna og kapítalismans, og andstæðu þeirra við
hefðarhyggjuna, ýti nokkuð undir einfaldaða mynd af þessum um-
breytingum. Til dæmis kann hún að ýkja hversu hratt hin nýju viðhorf
komu til sögunnar, og hversu útbreidd þau hafi verið meðal þjóð-
félagshópanna. Astæða er til að ætla að þau hafi fyrst náð útbreiðslu
meðal efri stétta þjóðfélagsins, en síður meðal verkalýðsins.
Sagnfræðingurinn John Burnett, sem hefur rannsakað mikinn fjölda
ævisagna alþýðumanna á Bretlandi frá tímabilinu 1820 til 1920, dregur
upp mynd af lífsskoðun verkafólks sem byggir á frásögnum þess sjálfs,
og varpar hún nokkru ljósi á hversu misjöfn þróun viðhorfanna kann
að hafa verið milli stétta. Vitnað er til hans í löngu máli vegna þess
hversu lýsandi og greinargóð frásögn hans er.21
Sú mynd sem kemur fram í ævisögum þessum er af körlum og konum sem
búa við mikinn efnalegan skort samanborið við lífskjörin nú á dögum, þau
kvarta ekki undan fátækt sinni, líf þeirra er strit og þau vænta þess sjaldan að
stritið sé þeim gefandi á nokkurn hátt. Fjölskyldan, mannleg samskipti og
20Sjá til dæmis A. Giddens, Capitalism and Modern Social Theory
(Cambridge: CUP, 1971) og R. Aron, framangreint rit.
2lJohn Burnett, Useful Toil: Autobiographies of Working People from the
1820s to the 1920s (Harmondsworth: Penguin, 1977), bls. 18-19.