Skírnir - 01.04.1990, Síða 119
SKÍRNIR
VINNAN OG MENNINGIN
113
sambandið við guð er þeim mikilvægast af öllu. Andlegur og menningarlegur
sjóndeildarhringur þessara alþýðumanna er afar þröngur: fæstir hirða um
þjóðmál eða stjórnmál, né heldur um verkalýðsfélög á sínu svæði; þeir hafa
lítinn áhuga á efnalegum gæðum eða framabrautinni; þeir færa sig ekki úr
einni þjóðfélagsstöðu í aðra og hafa trauðla tilfinningu fyrir stéttskiptingu
þjóðfélagsins, utan hvað þeir skynja atvinnurekendurna („stjórana") sem allt
annan þjóðfélagshóp en sinn eigin og þeim er ljóst að þeir gætu aldrei orðið
jafningjar þeirra. Væntingar þeirra eru hóflegar - þær stefna einkum til þess
að njóta virðingar frá félögum sínum, að sjá börn sín vaxa upp og koma sér
fyrir í heiminum, og að deyja skuldlausir og með hreina samvisku. Sú
hamingja sem lífið hefur uppá að bjóða sýnist þeim felast í persónulegum
félagsskap - í fjölskyldunni, meðal vinnufélaganna, í söfnuðinum eða, fyrir
fáeina, meðal drykkjufélaga á kránni; í slíkum félagsskap er hægt að stofna til
góðra sambanda og deila reynslu, gleði og sorgum.
í þjóðfélagi sem virtist vera lokað, fjarlægt og fastmótað, skapaði
verkalýðsstéttin sér sinn eigin heim, fjarlægan auðhyggju og ágirnd
tíðarandans í Englandi á tíma Viktoríu drottningar. Að hluta til var þetta leið
þeirra til að flýja harðneskjulegt hversdagslífið, en einnig var þetta leið til að
skapa samfélag í mannhafi borgarlífsins. Smám saman urðu breytingar -
vegna aukinnar menntunar og lýðræðis, með batnandi lífskjörum, vinnu-
skilyrðum, húsnæði, fæðu og klæðnaði - og verkalýðsstéttin varð að hluta til
þátttakandi í þjóðlífinu. Þó var það svo að verkafólk var að stærstum hluta
á þessu tímabili útilokað frá opinberu lífi, og það hélt sér einnig sér á báti. Að
baki hinum opinberu leiktjöldum þjóðfélagsins í stórborgunum bjó
verkalýðsstéttin sér sinn kima þar sem hefðartryggðin og gömlu viðhorfin úr
sveitarsamfélaginu voru í hávegum höfð. Áður fyrr hafði allt lífið og vinnan
farið fram innan veggja fjölskyldunnar; eftir því sem leið á 19. öldina breyttist
þetta, þó að hægar hafi farið en almennt er talið. Vinnan varð aðgreind frá
fjölskyldu- og heimilislífi og hin nýju vinnuviðhorf leituðust við að gera
vinnuna að þungamiðju tilverunnar. Verkafólk virðist þó í lengstu lög hafa
tregast við að meðtaka þennan boðskap sem því sýndist bæði vondur og
framandi.
Weber skrifaði bók sína um siðfræði mótmælenda og anda kapítal-
ismans á seinni hluta þess tímaskeiðs sem frásagnir Burnetts ná til, og
hann var einkum að fjalla um breytingar sem hófust á 16. og 17. öld og
voru orðnar vel áþreifanlegar á 19. öldinni. Frásagnir Burnetts undir-
strika að útbreiðsla nýju viðhorfanna hefur verið afar misjöfn í stéttum
þjóðfélagsins. Ahrif nýju hugmyndanna voru einkum meðal forystu-
manna atvinnu- og þjóðlífs og millistéttanna í borgunum. Auðhyggjan
og vinnusiðgæði mótmælenda höfðuðu ekki til verkalýðsstéttarinnar í
sama mæli og annarra stétta. Þannig var það á fyrstu öldum kapítal-