Skírnir - 01.04.1990, Page 121
SKÍRNIR
VINNAN OG MENNINGIN
115
venja mennina af kæruleysislegum vinnusiðum sínum og fá þá til að laga sig
að reglubundinni hrynjandi verksmiðjunnar. Hið stórkostlega afrek
Arkwrights var einmitt að móta og beita á árangursríkan hátt verksmiðjuaga
sem greiddi fyrir starfsemi verksmiðjunar. Jafnvel nú á dögum, þegar kerfið
er fullkomlega skipulagt, og vinnan gerð eins auðveld og frekast er kostur,
virðist það nærri ómögulegt að breyta einstaklingum sem orðnir eru kyn-
þroska í nytsama verkamenn, hvort sem þeir eru sveitamenn eða handverks-
menn.
Það þurfti semsé afburðamann í atvinnurekstri, eins og Richard
Arkwright, til að „hemja þrjóskuna í verkafólki sem vant var að leggjast
í letiköst þegar því hentaði".24 Markmið siðvæðingarmanna, eins og
Andrew Ure, var m.a. að beita siðfræði kristninnar til að innræta verka-
lýðnum hin nytsamlegu viðhorf.
E. P. Thompson bendir á að nokkur árangur hafi náðst með því að
innræta nýju vinnuviðhorfin og tilheyrandi aga með siðspeki meþód-
ismans, sem John Wesley boðaði í engil-saxneska heiminum. Þessari
trúarhreyfingu tókst það sem Lúther og Kalvín hafði ekki tekist nægi-
lega vel, en það var að höfða jöfnum höndum til verkalýðsins og efri
stéttanna.25 Boðskapurinn var þó svipaður hvað snerti vinnuagann og
efnahyggjuna.
Þrátt fyrir að meþódisminn næði allnokkurri útbreiðslu á fyrri hluta
19. aldar náði hann aðeins til hluta verkalýðsins. Vandamál
atvinnurekenda leystist því ekki að fullu með siðvæðingu verkalýðs-
(Harmondsworth: Penguin, 1968), bls. 385-454; Thompson, „Time, Work
Discipline, and Industrial Capitalism", í Past and Present, nr. 38,1967, bls.
56-97; S. Pollard, The Genesis of Modern Management (London: Edward
Arnold, 1965), og Stephen A. Marglin, „What do the bosses do? The
origins and functions of hierarchy in capitalist production", í Review of
Radical Political Economies 6 (2), 1974.
24 Andrew Ure, The Philosophy of Manufacture (London: H. G. Bohn, 1861),
bls. 15-16. Ure var óvenju berorður £ boðskap sínum, til dæmis um það sem
hann taldi jákvætt við vinnuþrældóm barna í verksmiðjum. Rit hans voru
því vel til þess fallin að kalla á andsvör. Marx og Engels tóku skrif hans sem
eins konar stefnuskrá stéttar atvinnurekenda og enn vitna menn í þau þegar
sýna skal grimmdarleg sjónarmið atvinnurekenda á fyrstu skeiðum kapítal-
ismans. Bendix varar þó við að litið sé á alla atvinnurekendur sömu augum,
jafnvel þegar fjallað er um þessa dimmu öld kapítalismans (18.-19. öldina).
Sjá nánar heimildir í ívitnun 23.
25Thompson, framangreind heimild (1968).