Skírnir - 01.04.1990, Síða 122
116
STEFÁN ÓLAFSSON
SKlRNIR
stéttarinnar. Þvinganir og efnahagslegar þrengingar fengu því veiga-
mikið hlutverk í stjórnun verkalýðsins í atvinnulífinu, en ekki verður
nánar fjallað um það hér.
Umfjöllun Webers sýnir hvernig siðfræði hreintrúarmanna, krist-
inna púrítana, gerði vinnuna að köllun guði til dýrðar. Um leið og hún
innrætti mönnum agaða vinnusemi og greiddi fyrir viðskiptum og
söfnun eigna streittist hún gegn taumlausri neyslu og freistingum sem
fylgja auði og veraldlegum lystisemdum. Úr þessum andlega jarðvegi
kristninnar spruttu því ný viðhorf til vinnu og lífshátta, öguð vinnu-
semi og skipulögð hagsýni, sem urðu veigamiklir þættir í lífsskoðun
nútímamannsins og ruddu brautina fyrir þróun markaðsþjóðfélagsins.
Þessi umfjöllun, ásamt sögu vinnuviðhorfanna, sýnir þannig að almenn
lífsskoðun og viðhorf geta skipt miklu máli fyrir mótun vinnu og lífs-
hátta einstaklinganna, sem og um skipan mála í þjóðfélaginu almennt.
III. Um vinnumenningu Islendinga
„Haldi maður að sér höndum, situr maður undir sjö djöflum,
en hampar þeim áttunda.“ (Islenskur málsháttur, Jón
Arnason)
Ekki er um auðugan garð að gresja í rannsóknum á vinnuviðhorfum og
vinnusiðum Islendinga í gegnum tíðina. Hér verður því ekki reynt að
gefa neina heildstæða mynd af vinnusiðfræði þjóðarinnar í 1100 ár, né
heldur að bera saman vinnumenningu íslendinga og annarra þjóða. Hér
verður aðeins tæpt lauslega á nokkrum atriðum til að vekja upp spurn-
ingar um gildi viðhorfa og lífsskoðunar fyrir atvinnuhætti þjóðarinnar,
með hliðsjón af þeim kenningum sem reifaðar hafa verið hér að framan.
Af fornum lögum og mörgum íslenskum frásögnum má ráða að á
köflum hafi íslendingar unnið mikið. Hins sér einnig merki, til dæmis
í frásögnum erlendra ferðamanna á seinni öldum og í áeggjan þeirra
íslendinga er hvöttu til framfara á 19. og 20. öld, að þjóðin hafi verið
talin duglítil til vinnu, framtakslaus og ónýt í lífsbaráttunni. Séra Jónas
frá Hrafnagili hafði eftirfarandi að segja um vinnulagið:26
26Jónas Jónasson, íslenskir þjóðhattir (Reykjavík: ísafold, 1961), bls. 3.