Skírnir - 01.04.1990, Qupperneq 123
SKÍRNIR
VINNAN OG MENNINGIN
117
Alraennt var vinnuharkan mikil, einkum um sláttinn, 16-18 stunda vinna að
minnsta kosti á túnslættinum og enda allan sláttinn. Kvað svo rammt að því,
að mönnum lá stundum við að dotta við að brýna ljáinn sinn, enda var fólk
lint og sigalegt við vinnuna, og gekk minna undan því en ella hefði orðið.
(Haft er eftir Jóni á Böggvisstöðum, að ekki sé fólkið þreytt, þegar það komi
heim af engjunum, ef það geti borið verkfærin heim á öxlunum, en dragi þau
ekki). Svo vöndust menn á að svíkjast um, þegar menn gátu. Liðleskjur og
letingjar nenntu ekki að fara í vist og fengu ekki heldur, enda voru þeir oft
kargir og óþægir. Varð þetta til þess, að miklu fleiri fóru á flæking eða lentu
á sveit en þurfti að vera, ekki síst þegar hart var í ári og bændur vildu fækka
við sig fólki sem mest. Árið 1769 voru hér á landi 46200 manns, og af þeim
voru 5430 niðursetur eða 11,75% allra landsmanna auk allra flækinganna. Þá
var ekki vinnufrekjan minni á vetrum, þegar kom til ullarvinnunnar. Og með
þessu fylgdi léttur og ónógur matur víðast hvar. Samt var sumsstaðar
þolanleg vist hjá fólki, enda var stundum sama fólkið jafnvel alla sína ævi hjá
sömu húsbændum og gekk jafnvel í arf til barna þeirra. Þegar kom fram á
miðja 19. öld og lengra, fór viðgerningur við fólk að batna og vinnutíminn að
styttast, þó sumsstaðar eldi eftir af gamla laginu enn í dag, en eigi að síður er
tiltölulega unnið miklu meira nú en þá var.
Með ofangreindu vitnar Jónas ennfremur til umkvartana Hannesar
Finnssonar er hann segir: „Vinnuleysi og ungdómsins vanaleysi til iðni
álít ég verra og skaðlegra en ströngustu dýrtíð." Og síðar í bókinni
segir hann eftirfarandi: „Alltaf kvað við kveinið og kvartið um það,
hvað vinnufólkið væri orðið eða að verða latt, svikult, svörult, ónýtt
og ótrútt."27 Jónas hefur augljóslega verið meðvitaður um hvort
tveggja, kröfurum vinnuhörku og tilburði til undanbragða hjá verka-
fólkinu.
Skyldurækni til vinnu mun hafa verið boðuð með ýmsum hætti á
liðnum öldum. Sérstaklega athyglisvert er að í fornum lögum,
Búalögum, eru ákvæði um vinnuskyldur hjúa, sem skráð munu hafa
verið skömmu eftir að Jónsbók kom út (1281). Búalög voru eins konar
greinargerð með Jónsbók og byggðu á því sem tíðkaðist í landinu þá er
þau voru skráð, en margar útgáfur eru til af lögum þessum. Eggert
Ólafsson og Bjarni Pálsson segja í ferðabók sinni að mörg þeirra
dagsverka sem skila skyldi samkvæmt Búalögum séu svo umfangsmikil
að dugmestu menn eigi fullt í fangi með að ráða við þau, og sum séu
27Sama rit, bls. 128-129. Sama tón var að finna í mörgum heimsádeilum sem
ortar voru á 17. og 18. öld, og má til dæmis nefna Vinnumannakvæði séra
Stefáns Ólafssonar.