Skírnir - 01.04.1990, Page 125
SKÍRNIR
VINNAN OG MENNINGIN
119
snertir er athyglisvert að skoða það sem Magnús Stephensen segir um
samskipti húsbænda og hjúa í bók sinni Ræður Hjálmars á Bjargi fyrir
börnum sínum. Magnús lætur Hjálmar m.a. boða eftirfarandi, sem um
margt minnir á lýsingu Johns Stuarts Mill á forsjárhyggju húsbænda
sem ráðandi var í Evrópu fyrir tíma markaðsþjóðfélagsins.
Ekkert er samt svo til óvirðingar gjörfallið hér í voru landi, sem löglegur hús-
agi og stjórn, hjá því sem í öðrum löndum; ekkert þó, sem votti framar stjórn-
leysi eða leiði verra eftir sig fyrir land vort og lýð, svo konungar vorir hafa
með hertum lagasetningum fundið nauðsyn fulla til að ráða þar á bót, þó lítið
áunnizt hafi þar við. Yður fæ ég, mín ástkæru börn! ekkert betra ráðið, en að
halda fast við yðar húsbóndalega rétt til umráða allra yfir yður undirgefnum
hjúum og áskilja þeirra auðsveipnu hlýðni í öllu, sem er svo ómissandi fyrir
yðar heiður, búsæld og velferð. Vissast náið þér henni með því að gjöra vel
við yðar hjú, votta þeim ástúð, virðing og góðsemd í umgengni og umhyggju
fyrir þeirra velgengni, á meðan þau gæta skyldu sinnar og breyta ráðvandlega
sem ber, en - aldrei að koma neinu hjúi uppá aðjafnkýta eður óvirða yður að
ósekju í orðum, eða mótmœla verkum, ekki víkja frá yðar hoðum eða taka af
yður ráðin, því þá ganga þau strax yfir yðar höfuð, verða yðar herra, þér alls
ekkert, og er þá best að losa sig sem bráðast við þvílík óræsti. Það er hvers
yfirmanns heiður og lukka að umgangast siðsama undirgefna án drambs eður
þótta af yfirráðum; því guð og menn hata drambsemi og hún ein brynjar
jafngóðar manneskjur gegn drambi og rembilæti. Á meðan undirgefnir hegða
sér sem ber, látið þá ekkert í umgengni finna til upphefðar yðar eður valda,
ef yður hlotnast nokkur, heldur umgangist þá sem vini og bræður, og
minnizt: að einungis nauðsyn að afstýra óreglu meðal undirgefinna gaf yður
þau völd [...] brúkið því völd og yfirráð aldrei, nema þegar á þeim halda þarf
og jafnan vægilega, og minnizt, að til annars voru þau ekki yður veitt, ekki
til að hrokast af, eða vanvirða, móðga og áreita með góða og saklausa, sem í
öllum, nema afbrotatilfellum, eru jafningjar yðar og braður, en yðar er að
vera þeirra verndareinglar við órétti, ekki undirokarar neins nema rangketis
óhlutvandra; en - haldið þó fast á heiðri yðar og yfirboðun eins undirskipaðra
embættismanna, hvar nokkur vill þau óverðskuldað rýra ... 31
Það sem nú hefur verið nefnt sýnir einkum, að til forna hefur all-
mikil áhersla verið lögð á skyldu hjúa við yfirboðara sína. Verkefni hjú-
anna voru skilgreind, magn vinnunnar sem krefja mátti af þeim og kaup
var einnig oft tilgreint. Lítið hefur fram komið um hlut kristninnar fyrir
og eftir siðaskipti í innrætingu ákveðinna viðhorfa almennings til
vinnunnar.
31ívitnun í Guðmund Finnbogason, Islendingar (Reykjavík: Menningar-
sjóður, 1933), bls. 341-342.