Skírnir - 01.04.1990, Side 127
SKÍRNIR
VINNAN OG MENNINGIN
121
sjálfur fyrir útgáfu á riti Samuels Smiles, Sparsemi (1885), þar sem nytja-
hyggjan og sjálfsbjargarkenning einstaklingshyggjunnar eru í fyrirrúmi.
Síðar fengu Islendingar einnig þýtt annað og frægara rit Samuels Smiles,
Hjdlpaðu þér sjálfur (1892). Þessi rit munu mikið hafa verið lesin hér
á landi. Af innlendum ritum sem skrifuð voru í svipuðum anda nefnir
Sigurður Líndal m.a. Auðfrxði, eftir séra Arnljót Ólafsson.34
Það virðist líklegt að boðskapur nýju vinnuviðhorfanna og hagsýnu
auðhyggjunnar hafi náð til íslands á 19. öldinni, og ætla verður að
íslenskir kennimenn kirkjunnar hafi boðað iðjusemi og sparsemi, jafn-
vel þó ekki hafi það með öllu verið eftir forskriftum Kalvíns, Wesleys,
Baxters eða annarra hreintrúarmanna í Evrópu. Að lokum skal hér
dregin fram bæn hjúa, sem Anna Sigurðardóttir birtir í riti sínu um
vinnu kvenna, en bænin er komin úr bænakveri sem dr. Pétur Péturs-
son biskup gaf út árið 1860:
Bæn hjúa
Góði himneski faðir! Ég þakka þér af öllu hjarta, að þú hefur gefið mér krafta
og tækifæri til að afla þess, sem ég við þarf til viðhalds þessu míns líkamlega
lífs, svo ég eftir þínu boði geti neytt míns brauðs í sveita míns andlits. Hjálpa
þú mér til að vinna í þínum ótta, með dyggð og trúmennsku við húsbændur
mína bæði Ijóst og leynt; hjálpa þú mér til að auðsýna þeim hlýðni og
hollustu, sjálfsafneitun og þolinmæði í minni köllun. Legg þú þína blessun
yfir öll mín verk; styrktu mína krafta og vertu sjálfur í verki með mér. Gef
þú mér náð til að lifa kristilega, svo ég eignist eilíft líf og fái þau himnesku
verðlaun, sem þú hefur heitið þínum góðu og trúlyndu þjónum fyrir Jesú
friðþægingar sakir. Amen.35
Hér eru sumir þættir vinnuviðhorfanna sem Weber getur um í umfjöll-
un sinni, en auð- og efnahyggjuna vantar hins vegar að stærstum hluta.
34Færa má rök fyrir því, að sjálfstæðisbaráttan hafi jöfnum höndum verið
pólitísk og efnahagsleg barátta. Hvað seinni þáttinn snertir má segja, að
sjálfstæðisbaráttumenn hafi lagt mikla áherslu á nauðsyn sjálfstæðis og
frelsis undan einokunarversluninni og efnahagslegu oki Dana, svo koma
mætti á framförum í efnahagslífi íslendinga. Margar röksemdir baráttu-
mannanna voru því af efnahagslegum toga og á það ekki hvað síst við um
röksemdir Jóns Sigurðssonar. Andi sjálfstæðisbaráttunnar gæti því
hugsanlega hafa verið örvandi fyrir þau viðhorf sem Weber kennir við anda
kapítalismans. Þetta er þó aðeins sett fram sem tilgáta sem verðugt er að
kanna með rannsóknum á ritum leiðtoganna í sjálfstæðisbaráttunni.
35ívitnun I Anna Sigurðardóttir, framangreint rit, bls. 398.