Skírnir - 01.04.1990, Page 130
124
STEFÁN ÓLAFSSON
SKÍRNIR
vinnan væri væntanlega einn af veigamestu þáttum vinnuviðhorfanna
sem kunna að hafa sprottið af frumvinnslugreinunum, landbúnaði og
sjávarútvegi. I þessum atvinnugreinum þurftu menn að sæta lagi og lúta
duttlungum náttúrunnar ef takast átti að bjarga verðmætum. Við slíkar
aðstæður er nauðsynlegt að menn séu reiðubúnir að leggja mikið í söl-
urnar þegar kallið kemur. Hrynjandi náttúrunnar leyfði heldur ekki
jafnan gang vinnunnar í sama mæli og tíðkast í nútímalegri verksmiðju-
vinnu. Vinnan réðst af veðri og gæftum. Skorpuvinna með hvíldum á
milli kann því að hafa verið veigameiri þáttur í vinnureynslu íslendinga
en var hjá öðrum þjóðum á Vesturlöndum. Ef þetta reynist rétt, má ætla
að vinnumenning íslendinga hafi mótast að hluta á annan veg en
almennt var meðal nágrannaþjóðanna.
I anda kenningar Webers má setja fram þá tilgátu, að menn-
ingararfleifðin og siðfræði kristinnar trúar hafi mótað vinnumenningu
Islendinga og hina nútímalegu lífsskoðun almennt. Innfluttar hug-
myndir um vinnusemi, efnahyggju og framfarir hafa án efa einnig verið
áhrifamiklar, einkum á 19. og 20. öld. Hins vegar kunna landkostir jafn-
framt að hafa lagt sitt að mörkum, eins og Guðmundur Finnbogason
minnir á. Þegar þjóðmenning íslendinga er borin saman við menningu
annarra þjóða verður naumast horft framhjá því, að landgæði og
loftslag eru mjög sérstök á Islandi.
Kenning Webers um vinnumenningu og nútímaleg viðhorf er gagn-
leg til að draga athyglina að þýðingu andlegrar menningar og siðfræða
fyrir vinnu og efnalegar framfarir. Almennt virðist óhætt að segja að
menning íslendinga hafi ræktað hvetjandi viðhorf til vinnu, að minnsta
kosti frá seinni hluta 19. aldar. Að fleiru þarf hins vegar að huga ef skýra
á þátt vinnunnar í efnalegum framförum Islendinga og umfang vinn-
unnar í þjóðlífi voru nú á dögum. Islendingar vinna nú lengri vinnudag
en aðrar nútímalegar þjóðir, og hafa lengi gert. Er það eingöngu vegna
ríkjandi lífsskoðunar, eða skipta þar einnig máli launakjör, þarfir
atvinnulífsins, almennar þjóðfélagsaðstæður, og það sem hagsmuna-
samtök og ríkisvald hafa gert, eða ekki gert, til að hafa áhrif á vinnu og
kjör?