Skírnir - 01.04.1990, Page 131
KRISTJÁN KRISTJÁNSSON
Nytjastefnan
1. Hvað er nytjastefna?
Ein er sú kenning í siðfræði er nefnd hefur verið nytjastefna („utili-
tarianism") og eigna verður tveimur breskum heimspekingum á síðustu
öld, þeim Jeremy Bentham og John Stuart Mill, þótt hún sé sumpart af
eldra bergi brotin. Það má merkilegast kalla við kenningu þessa að hún
hefur sem fáar aðrar meitlað svip sinn í ásýnd nútímans í hinum vest-
ræna heimi. Svo mikill hefur hróður hennar verið lengst af að nefna má
20. öldina, öndverða ef ekki alla, öld nytjastefnunnar. Þótt upphaflega
hafi mest kveðið að nytjastefnu meðal heimspekinga þá átti hún eftir að
gera meiri skurk á öðrum fræðasviðum, í röðum hagfræðinga og lög-
spekinga, og ekki síður meðal hvers kyns stjórnsýslu- og valdsmanna
sem nánast gleyptu við boðskap hennar. Nytjastefnan hefur síðan,
ýmist beint eða í gegnum þessa aðila, markað spor sín í hugmyndir
almennings. Þannig grunar mig að rannsókn á hinni ‘óspilltu lífsskoðun
múgamannsins’, sem oft er vitnað til, leiddi í ljós að henni kippti veru-
lega í nytjastefnukynið. En út á hvað gengur þessi kenning er virðist
hafa látið svo fáa ósnortna?
Þess má geta í upphafi máls að siðferðiskenningum er að formi til
skipt í tvo meginflokka: leiksloka- og lögmálskenningar. Leiksloka-
kenningar gera ráð fyrir að gildi siðlegrar breytni ráðist af afleiðingum
hennar, hvort hún sé til heilla eða óheilla í reynd, og þá miðað við eitt-
hvert mark eða keppikefli sem viðkomandi kenning kveður á um.
Formið ljær því kenningunni aðeins ramma sem hægt er að fylla upp í
með ólíkum markmiðum, allt eftir inntaki hennar: velferð, jöfnuði,
Ég þakka heimspekingunum Atla Harðarsyni, Guðmundi Heiðari Frí-
mannssyni, Hugh Upton og Vilhjálmi Árnasyni þarflegar ábendingar og
athugasemdir við samningu þessarar ritgerðar. Eldri gerð hennar var flutt
sem opinn fyrirlestur við Háskólann á Akureyri í apríl 1989.