Skírnir - 01.04.1990, Side 132
126
KRISTJÁN KRISTJÁNSSON
SKÍRNIR
þroska eða hverju einu sem talið er eftirsóknarverðast. Stundum er
leikslokakenningum og tilgangshyggju slegið í einn bálk. Síðara hug-
takið er þó oftar notað um ákveðna tegund leikslokakenninga, þær sem
boða að sum breytni hafi tilgang í sjálfri sér, þ.e. að hún verði ekki
aðskilin frá stefnumarki (tilgangi) mannlífsins heldur séu markið og
breytnin eitt. Andstætt þessu gera lögmálskenningar ráð fyrir að gildi
siðlegrar breytni helgist af lögmálinu sem breytt er samkvæmt, óháð
afleiðingunum. Ef það er rétt eða réttlátt geta aðstæðurnar: heppni,
tilviljanir eða takmarkanir naumgjöfullar náttúru, engu haggað um
gildið. Sé rangt að ljúga þá er það jafnrangt þótt lygin snúist mönnum
í vil. Leikslokasinni yrði hins vegar að sýna fram á að lygi hefði alltaf,
eða að öllu jöfnu, bagalegar afleiðingar í för með sér ef hann kysi að
mæla gegn henni. Ég hef á öðrum stað lýst muninum á lögmáls- og
leikslokakenningum svo að hann svari til hinna ólíku boða sem felast
í málsháttunum að ‘verkin sýni merkin’ annars vegar og hins vegar að
‘viljann beri að virða þótt vanti máttinn’.1 Þetta er þó villandi að því
marki sem leikslokasinni getur einnig lagt mikið upp úr hugarþeli
gerandans, ‘merkjunum’ að baki verkunum. En honum er aðeins
umhugað um að viljinn sé slíkur að hann brýni manninn til heillaríkra
athafna í nútíð og framtíð, ekki að hann sé ‘góður í eðli sínu’, burtséð
frá athöfnunum, enda myndi leikslokasinninn yggla sig yfir slíku tali.
Annað mál og þessari flokkun óviðkomandi er svo hinn mannlegi
breyskleiki að okkur hættir stun,dum til að dæma annað fólk eftir
verkum þess en okkur sjálf eftir hugsjónunum.
Hampaminnst er að svara spurningunni um boðskap nytja-
stefnunnar svo, í ljósi þessarar skiptingar, að hún hafi form leiksloka-
kenningar en inntak velferðar- eða ánægjuhyggju: breytni sé talin rétt
að því marki sem hún stuðli að hinni almennu hamingju eða velferð,
röng að því marki sem hún dragi úr henni. Um þessa kenningu mætti
skrifa langt mál; vandinn er helst sá hvar bera skuli niður. Fróðlegt væri
að grafast fyrir um sögulegar rætur hennar, svo vítt og dreift sem þær
liggja. Merkileg er sú ásökun að John Stuart Mill, er reit sjálfa
stefnuskrá nytjastefnunnar í samnefndri bók (Utilitarianism), hafi síðan
Sbr. ritgerð mína, „Að geta um frjálst höfuð strokið", Frelsið 1 (1986),
bls. 19.