Skírnir - 01.04.1990, Page 135
SKÍRNIR
NYTJASTEFNAN
129
minni í hangikjöt á páskadag neitt tölugildi, hvað þá heldur gleði minni
yfir góðum tónleikum, né borið þetta tvennt saman á einn kvarða, en
beri nú tónleikana og matinn upp á sama tíma verð ég að fórna eða
fresta öðru hvoru. Og það geri ég vitaskuld þó að enginn sameiginlegur
kvarði sé til. Anægjuefni manns þurfa því ekki að vera rruelanleg til að
nytjastefnan gangi upp heldur aðeins raðanleg í forgangsröð; og það
eru þau í raun eins og dæmin sanna. Vissulega er erfiðara að vega og
meta ánægjuefni fleiri manna. Það þýðir þó ekki að við séum dæmd til
að leggja árar í bát þegar þau stangast á. Hvað gerir ekki foreldri sem
þarf að taka af skarið þegar eitt barna þess vill til fjalls en annað til
fjöru? Það reynir að velja skynsamlegustu leiðina svo að gönguferðin
verði sem ánægjulegust fyrir þau bæði. Og gerist ekki svipað í stærri
félagshópum: með úrskurðarvaldi þeirra sem best er treyst eða lýð-
ræðislegum meirihlutaákvörðunum? Hinn formlegi vandi virðist því
ekki óyfirstíganlegri en svo að við bjóðum honum daglega birginn í lífi
okkar. Varðandi hagnýta vandann er hugsunin sú að nytjastefnan leiði
til þess að menn hugsi sig út úr lífinu í stað þess að lifa sig inn í það, eins
og Þórarinn Björnsson skólameistari mun hafa varað stúdentsefni sín
við. En hér ber að huga að tvennu. I fyrra lagi væri nú kannski engin
frágangssök þó að menn hugsuðu svolítið meira, rösuðu minna um ráð
fram í lífinu. En í síðara lagi setur nytjastefnan sjálf slíkri yfirvegun
strangar skorður; um leið og hún er orðin svo heimtufrek á tíma manna
eða orku að hún hamli því að þeir geti orðið sjálfum sér eða öðrum til
gagns segir nytjastefnan: ‘Hingað og ekki lengra, látið nú til skarar
skríða því að vogun vinnur, vogun tapar!’ Þannig kennir nytjastefnan
mönnum stundum að láta skeika að sköpuðu, eða þá að treysta á
almennar reglur sem vel hafa reynst, hún krefst þess ekki að þeir sitji
við reiknistokkinn daginn út og inn og komi því aldrei neinu í verk.
Ég mun ekki hafa fleiri orð um þessar tvær fyrstu mótbárur heldur
helga afganginn af ritgerðinni hinum þremur sem stefna nytjastefnunni
í mun meiri voða. Niðurstaða mín verður sú að engin þeirra sé þó ban-
væn kenningunni, a.m.k. ekki þegar hún er sett fram á viðunandi máta.
Hins ber að geta að nytjastefnan hefur oft verið orðuð eða skýrð á hinn
einfeldningslegasta hátt sem auðveldlega ljær fangstaðar á henni.
Sumpart er það vegna þess að hún hefur átt tungu í höfði andmælenda
sinna, sumpart vegna hins að talsmenn hennar hafa reynt að tjá inntak