Skírnir - 01.04.1990, Page 136
130
KRISTJÁN KRISTJÁNSSON
SKÍRNIR
hennar á eins einfaldan hátt og hægt er, þannig að hún ætti aðgang að
sem flestum. En sama gildir um heimspeki og vís maður hefur bent á
um skáldskap að einfaldleiki er ekki til góðs ef hann er ekki annað en
tómar ávantanir. Ég mun leiða að því rök að þegar öll járn nytja-
stefnunnar séu hömruð til eggjar verði ekki unnið á henni með þeim
bröndum sem tíðast er brugðið. Þannig mun ég færa óbein rök að gildi
kenningarinnar. Því er rétt að taka fram, til að fyrirbyggja allan mis-
skilning, að ég er ekki hreinræktaður nytjastefnumaður. Ég mun drepa
stuttlega á það í lokin hvar og hvernig ég tel ráðlegt að víkja frá henni.
En sannleikurinn er sá að flest mótrökin sem ég skoða hrinu ekki aðeins
á nytjastefnunni heldur leikslokakenningum í heild, ef þau væru
marktæk á annað borð, og því er eðlilegt að ég snúist til varnar þar sem
ég tel að burðarás allrar siðfræði eigi að vera leikslok en ekki lögmál.
2. Blóravandinn
Kaþólski heimspekingurinn Elizabeth Anscombe ritaði fræga grein
fyrir um þrem tugum ára er hún nefndi „Siðfræði á vorum dögum“ þar
sem hún sker upp herör gegn siðfræðikenningum samtímans.5 Helsta
„umkvörtunarefni“ hennar, eins og hún orðar það, er að ríkjandi
nytjastefna geti ekki, fremur en aðrar leikslokakenningar, girt fyrir
þann óhugnanlega möguleika að morð á saklausum manni sé réttlætt
sem leið að einhverju öðru marki. Anscombe er hér einfaldlega að vísa
til eðlis þeirra kenninga er skipa okkur að hlaða undir heildargæði
samfélagsins. Þær fela í sér að sífellt sé horft fram á veginn og betra
ástand mála þar valið fram yfir verra. En slíkt hlýtur aftur að þýða, segir
Anscombe, að engin skilyrðislaus bönn séu lögð við neinni tegund
breytni svo fremi að hún stuðli að meiri heildarsælu í framtíðinni, engin
athöfn sé svo grimmúðleg að ekki verði að láta til leiðast að framkvæma
hana við hugsanlegar kringumstæður. Hér skiptir að sjálfsögðu leiðum
með leiksloka- og lögmálskenningum þar sem hinar síðarnefndu kveða
á um að stundum sé óheimilt að gjöra það sem leiða mun til betra
ástands eða útkomu. Lögmálssinnar vita því hvað til síns friðar heyrir,
5 Sbr. G.E.M. Anscombe, „Modern Moral Philosophy", Pbilosophy 33
(1958).