Skírnir - 01.04.1990, Page 140
134
KRISTJÁN KRISTJÁNSSON
SKÍRNIR
nytjastefnunni er þó sá að í hvert skipti sem einhver undantekning U
fyndist við reglu R, er mönnum skini gott af, yrði að skilyrða regluna
svo: ‘Gerðu R nema við aðstæður af tagi U’; og það þarf ekki mikla
hugkvæmni til að sjá að á endanum sætum við uppi með athafna- en
ekki reglunytjastefnu. I raun ætti bara ein regla að gilda án undan-
tekninga: ‘Stuðlaðu ávallt að sem mestum mögulegum nytjum’ - en sú
regla er athafnanytjastefnan í hnotskurn.8 Af þessu má draga þá ályktun
að reglunytjastefnan standist ekki sem sjálfstæð kenning. Finnist bjórar
í henni eru þeir þegnir að láni frá hefðbundinni nytjastefnu.
Ef einhver er ósáttur við þessa niðurstöðu má benda á merka bók
eftir heimspekinginn David Lyons þar sem hann setur fram nákvæm og
tæknileg rök fyrir því að reglu- og athafnastefnurnar hljóti jafnan að
fallast í faðma.9 Hugmyndin um að þær geri það ekki virðist byggð á
þeirri forsendu að samanlögð áhrif þess að viss breytni sé ástunduð sí
og æ standi ekki í réttu hlutfalli við áhrif einstakra athafna af sömu
tegund heldur aukist á einhvern hátt meir en þeim nemur. En hví í
ósköpunum ætti samviskusamur nytjastefnumaður af gamla skólanum
að horfa framhjá slíkum áhrifum ef sönn eru? Það næði ekki neinni átt
þar sem athafnanytjastefnumanni ber að taka tillit til allra afleiðinga
einstakra gjörða, skammærra eða langdrægra. Sjái menn einhvern mun
á áhrifum athafna og reglu er það einungis fyrir þá sök að þeir hafa
skilið athafnanytjastefnuna of þröngum skilningi og lokað augum, að
ósekju, fyrir fjarvirkari afleiðingum athafnarinnar. Hafi eitt dæmi
ósannsögli eða blórafórnar fordæmisgildi, eða önnur þau áhrif sem
draga úr framtíðarvelferð fólks, hlýtur nytjastefnumaður að taka slíkt
með í reikninginn. Rétt er að leggja það vel á minnið vegna þess sem
sagt verður hér á eftir.
Richard Adams heitir maður er reynt hefur að bera hönd fyrir
nytjastefnuna með öðrum hætti. Hann virðist telja að athafnanytja-
stefna kikni frammi fyrir blóravandanum og að ráðið til að lappa upp
á hana felist í svokallaðri hvatanytjastefnu („motive utilitarianism").10
8 J.J.C. Smart bendir m.a. á þetta í Smart & B. Williams, Utilitarianism: For
and Against (Cambridge University Press, 1973), bls. 11-12.
9 Bók Lyons heitir Forms and Limits of Utilitarianism (Oxford University
Press, 1965).
10Sbr. R. Adams, „Motive Utilitarianism“, Journal of Philosophy, LXXIII
(1976).