Skírnir - 01.04.1990, Blaðsíða 142
136
KRISTJÁN KRISTJÁNSSON
SKÍRNIR
öll góðmenni geti ekki reiknað út gildi einstakra athafna án þess að
grugga göfgi sína, heldur verði að fá að breyta sjálfkrafa, t.d. þegar
einkavinir þeirra eiga í hlut, þá myndi nytjastefnan hiklaust segja þeim
að gleyma slíkum útreikningum. Það skiptir að sjálfsögðu miklu meira
máli upp á heill og hamingju framtíðarinnar að göfuglyndi þeirra haldi
velli, sé óspjallað. Ef það er þannig satt í reynd að hugleiðingar um að
fórna sakleysingja fyrir heildina séu mannskemmandi þá er það nytja-
stefnan sem fyrst allra kennir okkur að láta þær lönd og leið. Sjálfsagt
yrði bætt við: ‘Vitaskuld væri enn betra að þú gætir í senn haft brjóst í
þér til að taka slíka ákvörðun og haldið eðli þínu óspilltu; en sé stað-
reyndin sú að það sé ókleift verður svo að vera.’ Þannig þarf athafna-
nytjastefnumaður ekki að ganga í smiðju annarra til að finna lausn
blóravandans. Ef hann er jafnháskalegur og andstæðingarnir vilja vera
láta þá eru til einföld nytjastefnurök sem vinna á honum. Krafan um að
byrgja augu sín fyrir kostinum á að fórna saklausum manni vegur þá
einfaldlega þyngra, hefur meira nytjagildi, en nokkrar hugsanlegar
nytjar slíks verknaðar. Sé tilfinninga- og siðferðislífi okkar svo háttað
er ekki nema gott eitt um það að segja frá sjónarhóli nytjastefnumanns-
ins.
Allt kemur þetta vel heim og saman við það sem Mill hefur að segja
um réttlætið í Nytjastefnunni og frelsisregluna alkunnu um valdsvið
samfélagsins yfir einstaklingnum í Frelsinu. Réttlætið, að hver fái það
sem honum ber, er samheiti yfir vissar siðferðiskröfur sem almennt eru
metnar til hærra verðs á mælikvarða félagslegra nytja en nokkrar aðrar.
Oftast nær yfirskyggja þær aðrar kröfur, þó ekki alltaf að dómi Mills,
t.d. ekki þegar eina ráðið til að bjarga lífi manns er að stela handa
honum mat. Þá verður réttlæti eignarréttarins að víkja.11 Hann gengur
hins vegar enn lengra þegar hann rökstyður regluna um að samfélagið
megi ekki hlutast til um aðrar athafnir einstaklinga en þær sem baka
öðrum tjón. Þá fellir hann þann reynsludóm að sjálfræði einstaklinga
(og þar með hamingju) sé hætt nema afmarkað sé visst verndarsvæði
þar sem öll íhlutun er stranglega bönnuð. Frelsisreglan kunna er ekkert
annað en ljóminn af safngleri reynslunnar en hún er samt algild að dómi
Mills, ekki vegna þess að hún er lögmál heldur vegna þess að hún er
uSbr. J.S. Mill, Utilitarianism, On Liberty, and Considerations on
Representative Government (J.M. Dent & Sons Ltd., 1972), bls. 59.