Skírnir - 01.04.1990, Page 144
138
KRISTJÁN KRISTJÁNSSON
SKÍRNIR
megum ekki heldur gleyma því að sé einhver minnsti möguleiki á að
uppskátt verði um ódæðisverkin þá er allt hrunið; því lítill er sá ótti sem
okkur býður af ‘venjulegum’ slysum og uppþotum hjá hinu ef við
gætum átt yfir höfði okkar hvern einasta dag að vera slátrað til að bjarga
skinni annarra. Vandinn er hins vegar sá að aldrei er hægt að útiloka í
reynd að upp komist svik um síðir.
Við höfum nú séð hversu auðvelt nytjastefnumaður á með að
bregðast við blóravandanum. I fyrsta lagi getur hann neitað því að
dæmin, sem útmála eiga vandann, séu raunhæf. í öðru lagi getur hann
sagt að jafnvel þótt svo væri geti nytjastefnan sjálf boðið upp á fullgild
rök fyrir því að fórna ekki saklausu fólki. Gagnvart dæmum eins og því
sem ég tók, af hryðjuverkamanninum og gíslunum sjö, kann að vísu að
verða fátt um svör. Á ég að skjóta sjöunda gíslinn eða ekki? Hoilt er að
minnast þess að þetta eru þó sem betur fer ekki aðstæður sem við
lendum í á hverjum degi. Bernard Williams kennir okkur á einum stað
að það sé ekki skilyrðislaus krafa skynseminnar að menn hugsi hið
óhugsanlega.14 Ef til vill væri réttara að orða það svo að vissar aðstæður
manna kunni að vera svo hroðalegar að við getum vart gert okkur þær
í hugarlund, hvað þá hvernig við brygðumst við þeim. En nytja-
stefnunni verður tæpast fundið til foráttu, fremur en öðrum siðferðis-
kenningum, að hún láti okkur ekki í té raunhæfar lausnir á óraunhæfum
vandamálum.
3. Heilindavandinn
Hugsum okkur að færum kvensjúkdómalækni bjóðist yfirlæknisstaða
við virtan en lítinn spítala. Læknirinn, sem er af siðferðisástæðum hat-
rammur andstæðingur fóstureyðinga, veit að taki hann við stöðunni
muni hann vart geta vikið sér undan því að framkvæma slíkar aðgerðir.
En hann veit líka að í krafti stöðu sinnar væri líklegt að honum tækist
að telja mörgum konum hughvarf áður en til aðgerðar kæmi. Fóstur-
eyðingar yrðu því væntanlega færri en ella, ef hann tæki við embættinu,
þar eð þann sem næst stendur því, að honum slepptum, klígjaði ekki
við að standa blóðugur upp fyrir axlir alla daga við slík verk. Hugsum
14 Sbr. Utilitarianism: For and Against, bls. 92.