Skírnir - 01.04.1990, Page 148
142
KRISTJÁN KRISTJÁNSSON
SKÍRNIR
ópersónulegan mælikvarða. Scheffler reynir að berja í þann brest með
svokallaðri „blendingskenningu" sem felur í sér einstaklingsbundin
forréttindi, þ.e. gerir ráð fyrir að okkur sé heimilt að ljá eigin hags-
munum hlutfallslega þyngra vægi en annarra í útreikningum okkar. Við
höfum þannig jafnan leyfi til stuðla að bestu almennu útkomunni, skv.
skilningi nytjastefnunnar, en við erum ekki skuldbundin til að gera svo
upp að vissu marki. Upp að því marki er skipuleg hlutdrægni rétt-
lætanleg. Einsætt er að það er þetta „vissa mark“ sem skapar megin-
vandann í kenningu Schefflers þar sem hann lætur hjá líða að setja
skýrar reglur um hversu hlutfallslega bjagaðir dómar okkar megi vera,
eigin hugðarefnum í vil. Varlega má halda á slíku leyfi svo að það verði
ekki að hreinni andstæðu þess sem til var ætlast, skálkaskjóli eigingirni
og sjálfselsku. Lýsing Schefflers virðist eiga ágætlega við það hvernig
við leggjum dóm á verk manna eftir á; en þá metum við þeim einatt til
afbötunar ýmislegt sem betur hefði mátt fara vegna þess að þeir hafi
verið of tilfinningalega háðir persónum eða málefnum og ekki getað
litið hlutina í réttu ljósi. Hins vegar fæ ég ekki betur séð en að „blend-
ingskenningin“ sé vita gagnslaus sem vegsögn um það hvað aðhafast
beri, hvað réttast sé og best, áóur en að verkinu kemur. Sé nytjastefnan
þar of heimtufrek og ópersónuleg þá er „blendingskenningin“ of af-
slepp og óskýr.
Við höfum nú séð hvaða drög liggja til heilindavandans svokallaða
og kominn tími til að spyrja hvort hann sé á einhvern hátt skaðvænni
en blóravandinn er við glímdum við í kafla 2. Við gætum fyrst reynt að
benda á að heilindi kæmu sem slík réttu siðferði sáralítið við, menn
gætu verið jafnsamkvæmir sjálfum sér í mannvonsku sinni sem mann-
gæsku. Þessi mótrök hæfa hins vegar ekki í mark þar sem hinn
raunverulegi heilindavandi, eins og Williams útmálar hann, er ekki
siðferðilegs eðlis (eins og blóravandinn) heldur gengur út á að
nytjastefnan firri mann allri ástæðu til að lifa lífinu, hver sem sú ástæða
kann að vera. Annar kostur er að spyrja hvort krafa andstæðinga nytja-
stefnunnar um tryggð við heilindi okkar lýsi ekki aðeins hugumsmárri
sjálfsumhyggju. Heilindin virðast eiga að vega þyngra en nokkuð annað
og leysa okkur undan þeirri ábyrgð að vega og meta skaðann sem
komast mætti hjá ef heilindunum væri fórnað. En hversu langt má
ganga í þessu efni? Telst sérhvert hugðarefni jafngilt, aðeins ef það er