Skírnir - 01.04.1990, Page 149
SKÍRNIR
NYTJASTEFNAN
143
manni sjálfum nógu kært? Getur eiginmaður, sem elskar konu sína
umfram allt annað, leyft sér að daufheyrast við hrópi drukknandi barns
í tjörninni fyrir utan hús þeirra, aðeins vegna þess að hann er að hokra
að konunni uppi í rúmi? Næði hann ekki að halda heilindum sínum ef
hann stykki burt frá henni í miðjum klíðum?21 Eg get ekki að því gert
en mér virðist auðsætt að enginn maður, sem hefði minnsta snefil af
siðferðisþroska, gæti vikið sér undan því að koma barninu til hjálpar,
hversu kær sem konan - eða atlotin - væru honum.
Ég sagði áðan að við yrðum að hyggja nákvæmlega að því hvað
meint væri með að maður gœti ekki hugleitt vissa kosti sem nytjastefnan
ber á borð fyrir hann. Við höfum komist að raun um að kjarni heilinda-
vandans er að það sé útilokað röklega eða sálrænt séð, slíkt bíti bak-
fiskinn úr persónuleika einstaklingsins, rýi hann öllum lífsvilja. En nú
hygg ég að liggi í augum uppi að nytjastefnumaður muni bregðast við
þessum ásökunum með harla líkum hætti og gagnvart blóravandanum
hér að framan: ‘Gott og vel, nytjastefnan gerir ekki ráð fyrir öðru en að
menn sníði sér stakk eftir vexti. Ef það er satt að vissar hugleiðingar
verki eins og átumein í sálarlífi manna þá ættu þeir að forðast þær eins
og heitan eldinn. Ef þú ert svo bundinn einhverju hugðarefna þinna að
ekkert blasi í raun við nema sjálfsvíg sértu knúinn til að snúa baki við
því, þá skaltu í guðanna bænum ekki láta knýja þig til slíks! Með öðrum
orðum: Ef útreikningar í anda nytjastefnu geta í vissum tilvikum valdið
því að lífið verði marklaust þá eru ríkar nytjastefnuástæður (hamingja
þín og annarra í framtíðinni) fyrir því að láta þá undir höfuð leggjast.
Þetta þýðir ekki að þú látir skynsamlegt mat aðstæðna lönd og leið
heldur að yfirvegunin sjálf leiði þig inn á braut þar sem þú veist að rétt
er að yfirvega ekki meir.’
Þessi orð sem ég lagði nytjastefnumanninum í munn get ég auð-
veldlega gert að mínum. Heilindavandinn er ekki skeinuhættari nytja-
stefnunni en blóravandinn; lausn beggja er af sama toga spunnin. Séu
rök andmælendanna um nauðsyn blárra banna og gildi mannlegra
heilinda rétt þá er hægur vandi fyrir nytjastefnuna að taka þau með í
reikninginn. Hitt er svo annað mál að jafnvel Williams gengi ekki svo
langt að mæla bót skeytingarleysi ástríka eiginmannsins gagnvart
21 Sjá J. Harris, „Williams on Negative Responsibility and Integrity", The
Philosophical Quarterly 24 (1974), bls. 268.