Skírnir - 01.04.1990, Side 152
146
KRISTJÁN KRISTJÁNSSON
SKÍRNIR
Ég hygg að það fari ekki framhjá glöggskyggnum lesanda, burtséð
frá gildi réttlætiskenningar Rawls sjálfs, að andmæli hans gegn nytja-
stefnunni koma mjög ómaklega niður. Samrunavandinn er raunar ekki
neinn sjálfstæður og nýr agnúi á nytjastefnunni heldur nokkurs konar
samantekt á vandamálum a), c) og d): Hamingjan er ósammælanleg,
heilindum er stefnt í voða, einstaklingar eru gerðir að blórabögglum.
En sannleikurinn er sá að þessum aðfinnslum hefur þegar verið svarað,
hverri fyrir sig, hér að framan. Ef það er gott að réttindi einstaklinga séu
í hávegum höfð eða að menn leggi rækt við séreðli sitt - og síst situr á
mér að mótmæla því - þá tekur nytjastefnan fullt tillit til slíks. Vita-
skuld, því að hún undanskilur engin gæði, ekkert böl í útreikningum
sínum.
Nær virðist liggja að fetta fingur út í eðli einstaklinganna í kenningu
Rawls sjálfs, eins og sumir hafa gert.25 Þegar hann hreinsar þá af öllum
köllunum og hvötum og stingur þeim undir fávísisfeldinn, til að fyllstu
sanngirni sé gætt fyrir valið, hvað stendur þá eftir? Hylki, holt og tómt,
eða vera undir huliðshjálmi? Ég efast um að við getum litið á þessa rúnu
menn sem einstaklinga. Þeir eiga enga sögu, enga fjölskyldu, ekkert
samfélag, enga skaphöfn; þeir eru ekkert nema holdlaus skynsemin. Sé
nytjastefnan stundum gálaus gagnvart séreðli einstaklinga þá bætir
kenning Rawls þar ekki úr skák. Að auki getur sú síðarnefnda enga
grein gert fyrir sameðli þeirra og sögu - og grefur þannig undan
heilindum þeirra á miklu róttækari hátt.
5. Niðurstöður og cbemi
Nú er hallar nær lokum þessarar ritsmíðar er rétt að hnykkja á þeirri
meginniðurstöðu hennar að nytjastefnan standi af sér þau ólög sem yfir
hana hafa riðið upp á síðkastið. Nytjastefnan einblínir ekki á einstök
verk heldur einnig á „hvernig menn það eru, sem gera hlutina".26 Ef það
er rétt að vissar athafnir séu ósamþýðanlegar góðlyndi manna, vissar
hugleiðingar ræni þá fótfestunni í lífinu, þá hljóta þessi almennu atriði
25Sbr. Nozick í Anarcby, State, and Utopia, bls. 228, og bók Sandels, M.J.,
Liberalism and the Limits of Justice (Cambridge University Press, 1982).
“J.S. Mill, Frelsið, þýð. Jón Hnefill Aðalsteinsson og Þorsteinn Gylfason
(Hið íslenzka bókmenntafélag, 1970), bls. 116.