Skírnir - 01.04.1990, Page 164
SKÍRNISMÁL
Stjórnspeki og miðaldaháskólar
Almost any educated person could deliver a
lecture entitled „The Goal oí the University.“
Almost no one will listen to the lecture volun-
tarily. For the most part, such lectures and their
companion essays are well-intentioned exercises
in social rhetoric, with little operational content.
Efforts to generate normative statements of the
goals of the university tend to produce goals that
are meaningless or dubious.
James G. March
Inngangur
I SÍÐASTA hefti Skírnis skrifar Halldór Guðjónsson, kennslustjóri Há-
skóla íslands, ritgerð er hann nefnir „Háskóli: Samfélag, stofnun,
fyrirtæki". Tilefni ritgerðarinnar eru tillögur til breytinga á stjórnsýslu
Háskólans, sem samþykktar voru í háskólaráði með yfirgnæfandi
meirihluta atkvæða þann 6. júlí 1989. Kennslustjóri hefur ýmislegt við
þessar tillögur að athuga. Kjarninn í ritgerð hans er sá að líta beri á
háskóla sem samfélög í sama skilningi og klaustur fremur en stofnanir
eða fyrirtæki. Máli sínu til stuðnings nefnir hann að samheitið Uni-
versitas, „sem háskólar einir falla nú undir,“ eins og hann orðar það, sé
komið úr rómverskum lögum þar sem það hafi verið notað um
samfélög, sem einkenndust meðal annars af því, að menn lifðu öllu sínu
lífi innan þeirra. Háskólar í merkingunni Universitas voru því í upphafi
samfélög „í nákvæmlega sama skilningi og klausturreglur". Halldór
telur sýnt að eðli og skipulag háskóla nútímans, þar á meðal stjórn-
sýslufyrirkomulag, byggist á þessari upphaflegu merkingu háskólasam-
félagsins, en þetta hafi stjórnsýslunefnd, sem vann að undirbúningi
málsins fyrir háskólaráð, gjörsamlega yfirsést og hafi hún fallið í þá
gryfju að líta á háskóla sem fyrirtæki eða stofnun.
Hér á eftir fjöllum við stuttlega um fjögur atriði í ritgerð Halldórs.
í fyrsta lagi sýnist okkur að söguleg greinargerð hans um uppruna