Skírnir - 01.04.1990, Page 167
SKÍRNIR STJÓRNSPEKI OG MIÐALDAHÁSKÓLAR
161
skipulag háskóla á miðöldum (Universitas) var annað en Halldór held-
ur fram í umræddri ritgerð. Meira máli skiptir þó, að þessar vangaveltur
um uppruna háskóla koma að litlu gagni, þegar skipuleggja þarf stjórn-
sýslu nútímaháskóla. Orstutt ágrip af þeim breytingum, sem átt hafa sér
stað á vestrænum háskólum frá miðöldum, leiðir enn frekar í ljós, hversu
óraunhæf sú hugmynd er að hægt sé að byggja stjórnsýslu nútímahá-
skóla á háspekilegum vangaveltum um háskólasamfélög sem klaustur-
reglur.
Breytingar d hlutverki hdskóla
Þótt háskólar hafi löngum talist íhaldssamar stofnanir, hafa þeir tekið
verulegum breytingum í tímans rás. Þannig fær hugmyndin um teng-
ingu rannsókna og kennslu fyrst byr undir báða vængi á síðustu öld
samfara vaxandi áherslu á rannsóknir og nýsköpun. Á síðustu ára-
tugum hafa háskólar breyst úr tiltölulega litlum stofnunum, sem veittu
fámennum hópi nemenda menntun til að gegna ýmsum forréttinda-
störfum í þjóðfélaginu, í stórar mennta- og rannsóknastofnanir, sem
veita fjölmennum hópi stúdenta fjölbreytta menntun. Auk þess láta
þeir þjóðfélaginu í té mikilvæga þjónustu með rannsóknum og ráðgjöf.
Á það hefur verið bent, (K. Clark 1963, T. Husen 1986, o.fl.) að með
þessum breytingum hafi háskólar í raun breyst úr „university“ í „multi-
versity" þ.e. stofnanir með fjölbreytt markmið og starfsemi. í skýrslu
OECD (Efnahags- og framfarastofnunarinnar) um hlutverk háskóla frá
árinu 1986 er gerð grein fyrir þeim margbreytilegu markmiðum sem
nútímaháskólum er gert að vinna að. Þar er m.a. getið um eftirfarandi
markmið:
Að veita sérstökum hópum ungra námsmanna og vaxandi hópi
fullorðinna almenna menntun eftir framhaldsskóla.
Að sinna rannsókna- og fræðistörfum.
!f Að sinna grunn- og eftirmenntun sérfræðinga.
* Að styrkja samkeppnishæfni innlends atvinnulífs.
Að stuðla að félagslegum hreyfanleika („social mobility") í þjóðfélaginu.
!:‘ Að veita samfélaginu margvíslega þjónustu á sviði menningar og
menntunar.
* Að vera stjórnvöldum til fyrirmyndar í jafnréttismálum.
Að undirbúa karla og konur til forystustarfa í þjóðfélaginu.