Skírnir - 01.04.1990, Page 170
164
STEFÁN OG ÞÓRÓLFUR
SKÍRNIR
ingarfundir með helstu yfirmönnum stjórnsýslu Háskólans: Deildar-
forsetum, skrifstofustjórum, fulltrúum stúdenta og fulltrúum Félags
háskólakennara. Á þessum fundum kom fram ánægja með tillögur
nefndarinnar í heild. Nokkrir gerðu þó athugasemdir við einstök atriði,
höfnuðu sumum þeirra, en vildu fá nánari skilgreiningu á öðrum. Nær
allir voru ánægðir með þá valddreifingu, sem nefndin lagði til, og þótti
þar tekið á raunverulegum vanda í stjórnsýslu Háskólans. Jafnframt var
óskað eftir skriflegum ábendingum og breytingatillögum. Lokaskýrsla
var lögð fram í mars 1989.
Á fundi háskólaráðs þann 6. júlí það ár lagði rektor fram tillögur,
sem byggðu á skýrslu stjórnsýslunefndar og nokkrum af þeim
ábendingum og athugasemdum sem borist höfðu. Voru tillögur rektors
samþykktar með miklum meirihluta atkvæða. Ekki er ástæða til þess að
lýsa þessum tillögum hér í smáatriðum, enda eru þær aðgengilegar í
heild sinni annars staðar. Þó er rétt að drepa hér á þrjú meginatriði:
I fyrsta lagi gera tillögurnar ráð fyrir því að stefna beri að aukinni
valddreifingu og sjálfræði rekstrareininga innan Háskólans, ekki síst
deildanna. Það gegnir furðu að í háskólalögunum frá 1979 skuli há-
skóladeildir ekki vera taldar upp sem einn af stjórnunaraðilum Háskól-
ans í upphafi 2. gr. heldur aðeins háskólaráð, rektor, háskólaritari og
kennslustjóri. Einstökum deildum er þó ætlað að rækja það megin-
hlutverk Háskólans að vera vísindaleg rannsóknar- og fræðistofnun.
Almennri stjórnsýslu Háskólans er einungis ætlað að vera til aðstoðar
í þessu efni. Allar deildir Háskólans hafa nú náð þeirri stærð, að
tímabært er að auka sjálfstæði þeirra. Stjórnsýsla þeirra hefur vaxið út
úr hinni sameiginlegu stjórnsýslu Háskólans, en nú er svo komið að
hún ætti að geta staðið á eigin fótum. Um leið og sjálfstæði deilda er
aukið þurfa þær að axla fjárhagslega og faglega ábyrgð. Samfara þessu
þarf því bæði að styrkja starf deildarforseta og skrifstofustjóra deilda.
Þess vegna lagði nefndin m.a. til að létta megi kennsluskyldu af deild-
arforsetum í meira mæli en nú er gert.
I öðru lagi er lögð áhersla á að stytta boðleiðir og koma á skýrari
verkaskiptingu innan sameiginlegrar stjórnsýslu þannig að skyld
verkefni falli undir sömu stjórnunareiningu. Núgildandi lög gera ráð
fyrir þrískiptingu stjórnsýslunnar í svið háskólaritara, kennslustjóra og
byggingastjóra. Á tveimur fyrrnefndu sviðunum hefur verkefnum og