Skírnir - 01.04.1990, Síða 171
SKÍRNIR STJÓRNSPEKI OG MIÐALDAHÁSKÓLAR
165
starfsfólki fjölgað nokkuð að undanförnu, enda þótt því fari fjarri að
fjöldi starfsfólks í stjórnsýslu Háskóla íslands nálgist það sem tíðkast
í sambærilegum háskólum í nágrannalöndum okkar. Þá hefur ný starf-
semi séð dagsins ljós á undanförnum árum og má þar m.a. nefna end-
urmenntun, námsráðgjöf og Rannsóknaþjónustu Háskólans. Þetta
hefur leitt til breytinga á skipulaginu án þess að hugað hafi verið að því
að samræma þær lögum og reglugerðum. í tillögum stjórnsýslunefndar
er gert ráð fyrir að hinni sameiginlegu stjórnsýslu verði skipt í sex
megin verkefna- eða framkvæmdasvið. Þessi svið eru kennslusvið,
rannsóknasvið, starfsmannasvið, upplýsinga- og samskiptasvið, fjár-
málasvið og byggingasvið. Hér er fyrst og fremst um að ræða tilraun til
hagkvæmrar verkaskiptingar þannig að framkvæmdasviðin myndi eðli-
legar stjórnsýslueiningar.
I þessu sambandi er rétt að taka fram að stjórnsýslusviðin sex eru
ekki nauðsynlega jafngild, hvað þá að þessi skipting feli í sér að verið
sé að gera upplýsinga- og samskiptamál eða tækni- og byggingamál jafn
fyrirferðamikil og rannsókna- og kennslumál í starfi Háskólans. Þessi
misskilningur virðist byggja á þeirri hugmynd að kennsla og rannsókn-
ir séu unnar af starfsmönnum í almennri stjórnsýslu. Ekki má rugla
saman skipulagningu á þeim viðfangsefnum, sem falla undir þessa sam-
eiginlegu stjórnsýslu, og þeirri kennslu, rannsóknum og stjórnun sem
fram fer innan deilda. Eins og allir vita bera deildir skólans ábyrgð á
þeirri kennslu og þeim rannsóknum sem fram fara í skólanum. Fram-
kvæmdastjóri rannsóknasviðs mun t.d. ekki hafa bein afskipti af rann-
sóknum háskólakennara, né mun kennslustjóri, sem samkvæmt tillög-
unum er framkvæmdastjóri kennslusviðs, hafa bein afskipti af kennslu.
Á sama hátt og kennslustjóri hefur nú ekki önnur afskipti af kennslu
háskólakennara en þau að útdeila kennsluhúsnæði og gefa út kennslu-
skrá, mun starf framkvæmdastjóra rannsóknasviðs einkum felast í út-
gáfu rannsóknaskrár, móttöku umsókna í Rannsóknarsjóð Háskólans,
ásamt því að sinna verkefnum sem háskólaráð, rektor eða Vísindanefnd
fela honum, svo dæmi séu tekin.
Það kemur óneitanlega spánskt fyrir sjónir, að Halldór skuli halda
því fram, að ekki sé tekið tillit til þess að kennsla og rannsóknir séu
aðalviðfangsefni háskólakennara. Það mætti ætla að hann hefði gert
þarna stórmerka uppgötvun, sem stórum hópi kennara við Háskólann