Skírnir - 01.04.1990, Síða 172
166
STEFÁN OG ÞÓRÓLFUR
SKÍRNIR
væri ekki kunnugt um. Reyndar taldi stjórnsýslunefnd þetta svo
sjálfsagt mál að ekki væri þörf að fara um það mörgum orðum. Hitt er
svo annað mál að innan þess ramma, sem rannsóknir og kennsla setja
háskólastarfinu, rúmast margs konar starfsemi með ólík markmið.
Enda þótt finna megi háskólastarfinu í öllum sínum fjölbreytileik sam-
eiginleg markmið, yrðu slík markmið alltaf svo almennt orðuð, að
undir þau mætti fella starfsemi af ýmsum toga. I háskólum er fjöldi
ólíkra fræðigreina, sem hverja um sig má stunda í mismunandi tilgangi.
Þannig er það ein meginskylda háskólastarfsins að varðveita og efla
hinar ýmsu fræðigreinar með iðkun vísinda- og fræðistarfa og þjálfun
nýrra vísindamanna. Einnig virðist það hafa verið umtalsverður þáttur
í starfi háskóla að sjá um starfsmenntun fagmanna á mörgum sviðum,
t.d. læknisfræði, lögfræði, guðfræði og kennslu. I þessu sambandi má
benda á að þeim störfum í þjóðfélaginu, sem gera kröfur til fræðilegra
vinnubragða, t.d. í meðferð og úrvinnslu gagna svo og í nýsköpun og
þróunarstarfsemi á sviði tækni og iðnaðar, fer fjölgandi. Því má e.t.v.
segja að æ erfiðara verði að gera greinarmun á fræðilegri þjálfun og
hagnýtri starfsþjálfun.
í ritgerð sinni segir Halldór að ljóst sé að starfsmannahald og upp-
lýsingamiðlun eða samskipti séu ekki eðlileg meginsvið stjórnsýslu við
háskóla (bls. 409). Rök hans virðast einkum þau, að starfsmannahald og
upplýsingamiðlun þjóni ekki meginmarkmiðum háskóla, þ.e.
rannsóknum og kennslu. Hér greinir okkur á við kennslustjóra. I þessu
sambandi má benda á, að við Háskóla íslands starfa milli 1300-1400
manns við kennslu og rannsóknir og um 200-300 manns við önnur
störf, þ.á.m. skrifstofustörf og störf sem tengjast viðhaldi og ræstingu.
Á hverju ári þarf að endurnýja ráðningarsamninga við stóran hluta
þessa fólks og mánaðarlega þarf að reikna út laun mörg hundruð
manns. Að auki þarf allur þessi hópur á margvíslegri þjónustu að halda
sem starfsmannahald Háskólans veitir. Það væri afar óskynsamlegt að
láta háskólakennara eyða tíma sínum í vinnu af þessu tagi. Ollum ætti
að vera ljóst hversu gífurlegur stuðningur það er við kennslu og rann-
sóknir að losa kennara undan þessum umfangsmiklu verkefnum, enda
þarf ekki annað en að skoða skipurit fyrir erlenda háskóla til að sjá að
tillagan um skiptingu hinnar sameiginlegu stjórnsýslu í sex fram-
kvæmdasvið er fullkomlega eðlileg. Starf starfsmannastjóra er því liður